Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 37
ALMANAK
39
verður saga þeirra einungis rakin hér í nokkrum megin-
dráttum.
Þau Guðmundur og Guðbjörg voru bæði í hópi hinna
fyrstu frumbyggja íslenzkra í Mouse River-byggðinni;
hann var í för með föður Guðbjargar og stofnanda byggð-
arinnar, Helga Guðmundssyni (Goodman), í landskoðun-
arferðinni þangað frá Akra, N. Dakota, haustið 1886, eða
fyrir réttum 60 árum síðan, en Guðbjörg fluttist þangað
með móður sinni og bræðrum vorið eftir. Er einkar skil-
merkilega og næsta ítarlega skýrt frá stofnun byggðar-
innar, lýst landnámsmönnum og konum hennar og fél-
agslífi þar, í grein Sigurðar Jónssonar, “Landnám Mouse
River-byggðar í N. Dakota” (Abnanak O. S. Thorgeirsson-
ar 1913), og vísast þangað, en greinarhöfundur átti um
langt skeið heima á þeim slóðum og var því gagnkunn-
ugur söguefni sínu, og að auk glöggur maður, réttorður,
og ritfær vel.
Guðmundur Freeman er Vestfirðingur að ætt, fæddur
24. júlí 1865 að Köldukinn í Dalasýslu, sonur Jóns bónda
þar, Jónssonar frá Þorsteinsstöðum, og konu hans Sigríð-
ar Eyvindardóttur frá Gerðubergi í Hnappadalssýslu.
Föður sinn missti Guðmundur sex ára, en móðir hans
giftist síðar Lárusi Rjörnssyni Frímann á Harastöðum í
Dölum, og fluttist Guðmundur með þeim vestur um haf
árið 1874. Eftir að vestur kom, tók hann síðar upp ættar-
nafn stjúpa síns, Freemansnafnið, eðlilega stafað á am-
eríska vísu. Snemma á árum, meðan fjölskyldan var ein
sér af Islendingum í amerísku umhverfi, festist einnig við
hann “George”-nafnið í stað Guðmundar, sem Ameríku-
mönnum vafðist um tönn í framburði, og hafa það orðið
örlög margra íslenzkra nafna vestur þar að breytast með
ýmsum hætti af sömu ástæðum, þó eigi verði það hér
nánar rakið.
Þau móðir Guðmundar og stjúpi hans settust fyrst að
í Kinmount, Ontario, og munu hafa dvalið þar árlangt