Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 22

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 22
24 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Hún var, með öðrum orðum, norræn mjög í lund, í beztu merkingu. Er henni vel lýst og rétt í þessum ummælum Einars P. Jónssonar, skálds og ritstjóra, tengdabróður hennar: “Frú Guðrún var víðsýn kona, er bjó yfir sterkum lífs- skoðunum, er jafnan mótuðust af ríkri réttlætisvitund; en ef því var að skifta, lét hún ógjarna sinn hlut; hún sór sig glögglega í ætt við sitt norræna kyn; hún geymdi ávalt Island í hjartanu, og ræktaði íslenzk blóm framan við heimili sitt; hún var kærleiksrík vorsál, er jafnan fagnaði nýgróðrinum, og um þær mundir, sem vorið var að ná yfirráðum í ríki náttúrunnar, lagði hún upp í langferðina hinztu.” (Lögberg, 28. marz 1946). Ást Guðrúnar H. Finnsdóttur á Islandi og öllu hinu bezta og lífrænasta í íslenzkum menningararfi er skráð ljósu letri í sögum hennar og öðrum ritverkum, og sú hjartgróna ræktarsemi hennar við ætt og erfðir lýsti sér fagurlega í lifandi áhuga hennar á íslenzku félagsstarfi vestan hafs og margþættri þátttöku hennar í þeim málum. Hún vann ötullega að málum safnaðar síns, Únítarasafn- aðar og síðar Sambandssafnaðar í Winnipeg; var um skeið forseti kvenfélags hans og átti lengi sæti í stjórn Kvenna- sambands Kirkjufélags síns. Þá var hún frá upphafi starf- andi í Jóns Sigurðssonar félaginu, og átti mikinn þátt í undirbúningi hins merka og mikla Minningarrits um ísl- enzka hermenn, sem félagið gaf út. Hún studdi Þjóð- ræknisfélagið með ráðum og dáð, eins og vænta mátti um jafn sann-þjóðrækna konu og glöggskyggna á varanlegt gildi íslenzkra menningarverðmæta, og átti sæti bæði í þingnefndum og milliþinganefndum af hálfu félagsins. Hún var kona prýðisvel máli farin, og voru tillögur hennar í hverju máli bomar fram af gjörhyggli og trúnaði við málstaðinn, er hún fylgdi. 1 viðurkenningarskyni fyrir víðtæka þátttöku hennar í vestur-íslenzkum menningar- málum, fyrir þjóðræknis- og bókmenntastarfsemi sína,

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.