Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 73
ALMANAK
75
lenzkum félagsmálum, og þá sérstaklega þjóðræknismál-
um, átt um langt skeið sæti í stjórnarnefnd Þjóðræknis-
félagsins, árum saman sem ritari þess, og síðustu árin
verið ritstjóri “Tímarits” félagsins.
18. febr.—Haldinn í Royal Alexandra gistihöllinni í
Winnipeg mjög tilkomumikill mannfagnaður í virðingar-
skyni við þá menn og konur af íslenzkum stofni, sem tekið
höfðu þátt í herþjónustu á stríðsárunum, og höfðu Jóns
Sigurðssonar félagið og Icelandic Canadian Club efnt til
hátíðahaldsins í sameiningu. Sátu það um 700 manns og
er það talin fjölmennasta veizla Islendinga vestan hafs.
W. J. Lindal, dómari í héraðsrétti Manitoba-fylkis, flutti
aðahæðuna, en meðal annara ræðumanna var R. F. Mc-
Williams, fylkisstjóri í Manitoba; Mrs. J. B. Skaptason,
forseti Jóns Sigurðssonar félagsins, stjómaði samkomunni.
25.-27. febr.—Tuttugasta og sjöunda ársþing Þjóð-
ræknisfélags Islendinga í Vesturheimi haldið í Winnipeg
við ágæta aðsókn. Heiðursgestir þingsins vom þau hjón-
in Ingólfur Gíslason læknir og frú Oddný frá Reykjavík.
Flutti Ingólfur læknir, er var fulltrúi íslenzku ríkisstjóm-
arinnar, kveðjur hennar og heimaþjóðarinnar, og tilkynnti
jafnframt, að Þjóðræknisfélag Islands, í samráði við ríkis-
stjómina, byði þeim Gretti L. Jóhannson ræðismanni og
ritstjómm vestur-íslenzku blaðanna, Einari P. Jónsson og
Stefáni Einarsson, ásamt frúm þeirra, í heimsókn til Isl-
ands á komandi sumri. Ingólfur læknir var einnig aðal-
ræðumaður á Islendingamóti þjóðræknisdeildarinnar
‘Frón” og flutti síðar, meðal annars, erindi á samkomu að
Mountain, sem þjóðræknisdeildin í N. Dakota efndi til.
Þóttu þau læknishjónin alstaðar hinir ágætustu gestir. Á
hinni árlegu samkomu Icelandic Canadian Club, er haldin
var í sambandi við þingið, var Hon. Níels G. Johnson,
dómsmálaráðherra í Norður-Dakota, aðalræðumaðurinn.
Dr. Richard Beck, sem verið hafði forseti Þjóðræknisfél-
agsins sex undanfarin ár, baðst undan endurkosningu, og