Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 64
66
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
lengstum á barnaskólum í Pembina-héraði meðan hann
var búsettur á þeim slóðum. Þá var hann og um skeið við
nám á verzlunarskóla í La Crosse í Wisconsin.
Sveinn kvæntist að Akra 24. desember 1895 Sigiu--
björgu Sigfúsdóttur bónda frá Húsey í Skagafirði Gísla-
sonar, hinni ágætustu konu. Fluttust þau vorið 1899 til
Brown-byggðarinnar í Manitoba, tóku þar heimilisrétt-
arland og bjuggu þar rúm sex ár. Er nákvæmar greint frá
því tímabili í æfi þeirra og frumbyggjastríði í þætti Sveins
í landnámssögu Brown-byggðar, sem fyrr var vitnað til,
og vísast þangað. Þau hjónin voru samhent vel og félags-
lynd og tóku sinn fulla þátt í félagsmálum byggðarinnar.
Er talið, að Sveinn hafi átt frumkvæðið að myndun skóla-
héraðs í eystri hluta byggðarinnar, einnig var hann fyrsti
kennarinn þar; lýsir sér þar áhugi hans á fræðslu- og
menntamálum, sem honum voru jafnan hugstæð. Hann
átti einnig hlut að stofnun lúðraflokks þar í byggðinni
og stjómaði honum dvalarár sín þar, enda var hann söng-
fróður og unni hverskonar hljómlist.
Vorið 1906 gekk Sveinn í þjónustu Great Northern
járnbrautarfélagsins og var starfsmaður þess næstu 10
árin, fyrst í Norður-Dakota og síðar í Seattle, Washington.
En árið 1916 bauðst honum skrifstofustaða hjá Flotamála-
deild Bandaríkjastjómar í Bremerton, Washington, og
þeirri stöðu gegndi hann síðan í meir en 20 ár, þangað til
hann fékk lausn frá því starfi árið 1938. Naut hann trausts
og virðingar yfirmanna sinna, enda var hann bæði ágæt-
lega fær í starfi sínu og hinn samviskusamasti; var hann
og vinsæll af öllum, sem kynntust honum, sakir prúð-
mennsku sinnar og mannkosta.
Þessar eru dætur þeirra Sveins og Sigurbjargar: Ámý
Soffía (Mrs. Virgil E. Blankenship), Ingigerður Andrea
(Mrs. William Henry Moore), Sigurbjörg Anna (Mrs.
(Mrs. Charles Franklin Keebaugh), og Edna Rannveig
(Mrs. Orville Theodore Rudd), allar giftar hérlendum