Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 60

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 60
EINAR SIGVALDASON. Eftir G. J. Oleson. Á síðast liðnu hausti var þess getið í blöðum, að hr. Jón Pétur Sigvaldason, sem alllengi hefir unnið fyrii' mentamáladeild Manitoba fylkis, hefir verið skipaður í virðingarstöðu í London, aðstoðar-ritari utanríkis deildar- innar í Canada House þar. Mun hann vera nú fyrir nokkru kominn þangað og tekinn við embættinu. Hann var, áður fyrr, skólakennari, og síðar eftirlitsmaður skól- anna hér (Inspector), en hefir, síðan, 1940, starfað sem mnbóta framkvæmdastjóri mentamáladeildarinnar. Hann gékk í flugherinn, 1942, og var alllengi handan við haf. Varð deidarforingi í flughernum (Squadron Leader). Eg hefi verið nokkrum sinnum spurður að því, hverra manna hann væri, og hefir það verið mér ánægjuefni að segja frá því, að hann ætti rót sina að rekja til Argyle byggðar. Þar er hann fæddur. Þar ólst hann upp og öðlaðist þar undirstöðu menntun sina. 1 Argyle eru foreldrar hans, og hafa búið þar allan sinn búskap. Faðir hans, Einar Sig- valdason, er fæddur, 18. mars, 1865, á Grund í Höfða- hverfi í Þingeyjarsýslu. Kom til vesturheims, 1888. Kona hans, en móðir Péturs, er Kristín Sigurveig Sigríður Guðnadóttir, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Kristófers- dóttur (Systir Sigurðar Kristófersonar, sem mjög kom við frumbyggjasögu Vestur íslendinga). Hún er fædd að Márskoti í Reykjadal, 17. sept., 1872, og kom vestur um haf 1893. Lengi vel munu þau hjón hafa átt undir högg að sækja í lífsbaráttunni og sótt og varist alldrengilega, en hagur þeirra batnaði eftir því sem árin liðu. Þó hafa þau ekki

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.