Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 91
ALMANAK
93
28. Guðrún Andrésdóttir Gíslason, ekkja Davíðs Gíslason, land-
námsmanns í Haylands-byggðinni í Manitoba, á Grace sjúkra-
húsinu í Winnipeg. Fædd 18. febr. 1876 á Hvassafelli í Borg-
arfirði syðra. Foreldrar: Andrés Guðmundsson og Kolfinna
Jakobsdóttir Lyngdal. Fluttist vestur um haf með manni sínum
1899 og settust stuttu síðar að í Haylands-byggð.
JtJLl 1946
2. Steinunn Stefánsson, ekkja Stefáns J. Stefánssonar skipstjóra,
á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd í Snæfellsnessýslu
14. júlí 1882. Foreldrar: Árni Jónsson og Valdís Þorgeirsdóttir.
Kom með þeim til Canada 1885, en var í nálega 40 ár búsett
í Selkirk.
2. Vilhjálmur Jóhannesson, í Selkirk, Man. Ættaður úr Vopna-
firði, fæddur 11. sept. 1868. Hafði áttheima í Minneota, Minn.,
og í Winnipeg, en lengstum í grennd við Árborg, Man.
3. Hallgerður (Gerða) Magnússon, að heimili sínu í Winnipeg.
Fædd 3. ágúst 1889 á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá í
Norður-Múlasýslu. Foreldrar: Magnús og Þóra Eyjólfsdóttir.
Kom vestur um haf til Winnipeg 1920.
7. Hallfríður Thorvaldson, ekkja Elis Thorwaldson, að heimili
dóttur sinnar í Los Angeles, Califomia. Fædd á Brú á Jökuldal
árið 1861. Foreldrar: Sigurbjörn Guðmundsson og Signý
Magnúsdóttir. Fluttist vestur um haf til Duluth, Minn, 1879,
en fjómm árum síðar til Norður-Dakota. Stundaði nám á ríkis-
háskólanum í N. Dakota 1884-85, og voru þær, hún og Lena
Eyford (Mrs. B. T. Bjornson í Boise, Idaho), fyrstu íslendingar,
sem hófu þar nám.
8. Anna Jóhannsson, kona Sigurjóns Jóhannsson, að heimili sínu,
Sóleyjarlandi í grennd við Gimli, Man., 73 ára að aldri. For-
eldrar: Steinn bóndi Steinsson á Hryggjum í Skagafjarðarsýslu
og Sigríður Pétursdóttir frá Nautabúi. Kom til Canada um
aldamótin.
9. Sigurveig Friðfinnsdóttir Benediktsson, kona Jóns Benedikts-
sonar, að heimiU dóttur sinnar í St. Vital, Man. Fædd í Langa-
dal í Húnavatnssýslu 31. des. 1865. Kom til Canada 1905 og
hafði Iengi verið búsett í St. Charles og Lundar, Man.
17. Margrét Sigurðardóttir Markússon frá Dönustöðum í Laxárdal
í Dalasýslu, ekkja Jóhannes Markússon frá Spákellsstöðum, að
heimili sínu í Churchbridge, Sask., aldurhnigin.
18. Mrs. S. G. Peterson, að heimili sínu í Minneota, Minn., 63 ára
að aldri. Foreldrar: Snorri Högnason og Vilþorg Jónatans-
dóttir frá Eiðum í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu, er fluttu til
Vetsurheims snemma á landnámsárum og vom í hópi fyrstu
frumbyggja í Minneota-byggðinni íslenzku.
21. Hinrik Johnson, að heimili sínu í Winnipeg. Vestfirðingur að
ætt, fæddur 26. ágúst 1855. Fluttist vestur um haf til Can-
ada 1886. Nam land í Lundar-byggð í Manitoba tveim árum