Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 53
ALMANAK
55
öll byggðin og Lundarbúar tækju þátt í því, og auk þess
voru allmargir lengra að komnir. Það telst svo til, að það
muni hafa verið full 500 manns, sem þágu þar veitingar,
og voru þó margir úti, sem ekki komust að. Mun það
einsdæmi, að svo margt manna hafi sótt slík samsæti hér
í sveitum. Má af slíku marka vinsældir þeirra hjóna. Auk
þess bárust þeim samúðarskeyti frá ýmsum fjarverandi,
þar á meðal frá föður brúðarinnar, Jóni Þorsteinssyni,
sem er velmetinn öldungur, 90 ára að aldri, vestur í landi.
Samsætið fór vel fram undir stjórn tengdasonar brúð-
hjónanna, Heimis Þorgrímssonar. Margar ræður voru
haldnar og gjafir gefnar. Það, sem setti sérstakan svip á
samkvæmið, var hinn stóri og fríði hópur barna þeirra
hjóna, sem þar voru öll viðstödd. Alls munu nú vera í
fjölskyldunni 65 meðlimir, að meðtöldum barnabörnum
þeirra og tengdabörnum. Þau eru enn ern og hraustleg
gömlu hjónin, þó þau séu nú um og yfir 70 ára. Mættu
ókunnugir, sem sáu þau í brúðkaupinu, ætla þau nær
50 ára en sjötugu.
Hver sveit, sem á mörg hjón þessum lík, er vel mönn-
um skipuð.