Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 40
42
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
1 skólanefnd átti hann sæti í meir en 22 ár, og var
sveitarfulltrúi (County Commissioner) í McHenry County
í tvö kjörtímabil; einnig sat hann árum saman í ýmsum
öðrum sveitarnefndum, einkum þeim, er lutu að búnaðar-
málum og umbótum, og var ráðunautur allsherjarnefndar
í þeim málum, sem útnefnd var af hálfu Landbúnaðar-
ráðuneytis Bandaríkjanna (Advisory Commission of Farm
Security Administration). Ríkisþingmaður héraðs síns var
hann eitt kjörtímabil (1907-1909), og þótti þar, sem ann-
arsstaðar, skipa sess sinn vel; voru þeir þá einu Islending-
arnir á ríkisþinginu í N. Dakota hann og Barði Skúlason
lögfræðingur. Er og skemmst frá að segja, að Guðmund-
ur Freeman er fyrir löngu orðinn einn af kunnústu og
mest virtu Islendingum í N. Dakota.
Þó að fljótt hafi hér verið farið yfir starfssögu hans,
má það öllum ljóst vera, að þar er um mikinn atkvæða-
mann að ræða, enda er hann maður heill og hreinn í öll-
um skoðunum, fáorður en fylginn sér. Hann fylgdi “Re-
publican”-flokknum að málum, en hefir aldrei verið blind-
ur flokksmaður. Hann er maður vinfastur og góðgjam,
enda hafa margir leitað ráða hans og gera enn um alls-
konar hluti, og sýnir það eitt sér tiltrú þá, sem menn bera
til hans um vitsmuni og drengskap. Er honum vel lýst
og maklega í þessum orðum Sigurðar Jónssonar í fyrr-
nefndri grein hans:
“Guðmundur Freeman er fríður maður sínum, góð-
mannlegur og prúður í framgöngu og yfirlætislaus með
öllu. Hann er glöggsýnn maður og hygginn, tillögugóður
til almennra mála, ráðhollur, og verður flestum það að
ráði sem hann ræður. Hann er fjáraflamaður mikill og
auðsæll, sem hinir fyrri frændur hans, og varfærinn í fjár-
málum. Það er álit margra, að hann sé einn í tölu hinna
ríkustu íslenzkra bænda vestan hafs.”
En illa myndi Guðmundi þykja saga sín sögð, ef eigi
væri getið að verðleikum hinnar miklu hlutdeildar Guð-