Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Síða 40

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Síða 40
42 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: 1 skólanefnd átti hann sæti í meir en 22 ár, og var sveitarfulltrúi (County Commissioner) í McHenry County í tvö kjörtímabil; einnig sat hann árum saman í ýmsum öðrum sveitarnefndum, einkum þeim, er lutu að búnaðar- málum og umbótum, og var ráðunautur allsherjarnefndar í þeim málum, sem útnefnd var af hálfu Landbúnaðar- ráðuneytis Bandaríkjanna (Advisory Commission of Farm Security Administration). Ríkisþingmaður héraðs síns var hann eitt kjörtímabil (1907-1909), og þótti þar, sem ann- arsstaðar, skipa sess sinn vel; voru þeir þá einu Islending- arnir á ríkisþinginu í N. Dakota hann og Barði Skúlason lögfræðingur. Er og skemmst frá að segja, að Guðmund- ur Freeman er fyrir löngu orðinn einn af kunnústu og mest virtu Islendingum í N. Dakota. Þó að fljótt hafi hér verið farið yfir starfssögu hans, má það öllum ljóst vera, að þar er um mikinn atkvæða- mann að ræða, enda er hann maður heill og hreinn í öll- um skoðunum, fáorður en fylginn sér. Hann fylgdi “Re- publican”-flokknum að málum, en hefir aldrei verið blind- ur flokksmaður. Hann er maður vinfastur og góðgjam, enda hafa margir leitað ráða hans og gera enn um alls- konar hluti, og sýnir það eitt sér tiltrú þá, sem menn bera til hans um vitsmuni og drengskap. Er honum vel lýst og maklega í þessum orðum Sigurðar Jónssonar í fyrr- nefndri grein hans: “Guðmundur Freeman er fríður maður sínum, góð- mannlegur og prúður í framgöngu og yfirlætislaus með öllu. Hann er glöggsýnn maður og hygginn, tillögugóður til almennra mála, ráðhollur, og verður flestum það að ráði sem hann ræður. Hann er fjáraflamaður mikill og auðsæll, sem hinir fyrri frændur hans, og varfærinn í fjár- málum. Það er álit margra, að hann sé einn í tölu hinna ríkustu íslenzkra bænda vestan hafs.” En illa myndi Guðmundi þykja saga sín sögð, ef eigi væri getið að verðleikum hinnar miklu hlutdeildar Guð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.