Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 29
ALMANAK
31
sótti sínar vörur til Riverton. — Þessar verzlanir lögðust
niður, þá Árborg varð til og C.P.R. jámbrautin kom þang-
að 1910. Var þetta mjög til þæginda fyrir byggðina.
En þrátt fyrir alla erfiðleika frumbýlisáranna, voru
þrjú mál efst á baugi hjá nýbyggjurunum, sem þeim
fannst að enga bið þyldu, sem voru: grafreitur, sam-
komuhús, sem einnig yrði haft fyrir fundi og messur, að
minnstakosti fyrst um sinn, og það þriðja, að fá pósthús
fyrir byggðina. Áhtið var heppilegt, að grafreiturinn yrði
sameiginleg eign Árdals og Framnesbúa. Árdalsbyggðin
myndaðist á sama tíma og Framnesbyggðin og eru hlið-
stæðar. Þá var ákveðið að grafreiturinnn yrði á þáver-
andi landi Tryggva Ingjaldssonar, er var River lot 14,
sec. 22, Township 22 R. 2E. Seinna flutti T. Ingjaldsson
lengra vestur með fljótinu, þar sem heimili þeirra hjóna
var í mörg ár.
Samkomuhúsið, er vanalega var kallað “Félagshúsið”,
varð hka sameiginleg eign Árdals og Framnesbyggðar,
(en síðar varð það eign Árdalssafnaðar). Þetta hús var
byggt í grafreitnum, með gjafavinnu, en viður keyptur að
einhverju leyti, árið 1903. Fyrsti sjónleikur, er þar var
sýndur, voru “Márarnir” skráður af skáldinu J. Magnúsi
Bjamasyni. Voru þar oft sýndir góðir leikir, og oft komið
þar saman til fundarhalda.
Þá pósthús kom í byggðina, er var 1904 eða ’05, var
það nefnt Framnes. Póstafgreiðslumaður varð Jón Jóns-
son yngri, er bjó þar með öldruðum foreldrum sínum á
samnefndu landi, er pósthúsið bar nafn af, (kom sú fjöl-
skylda frá Isafoldarbyggðinni). Jón hafði pósthúsið þar
til hann flutti úr byggðinni 1922. En þá tók við því Guð-
mundur bóndi Magnússon, er veitti því forstöðu, þar til
það var lagt niður 1933 og sameinað pósthúsinu í Arborg,
og verður þannig um ókominn tíma.
Óhætt má segja, að byggðarmenn almennt hafi verið