Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 47
John Líndal og Soffía kona hans.
Eftir Guðmund Jónsson frá Húsey.
Þessi hjón hafa nú dvalið og starfað í nánd við Lund-
ar í Manitoba meir en hálfa öld, en þeirra hefir aldrei
verið minnst opinberlega, svo eg viti. Mætti þó vel minn-
ast þeirra, sérstaklegaílandnámsþáttum þessarar byggðar.
John (Jónadab) Líndal—en svo heitir hann fullu nafni
—er fæddur 12. nóv. 1873 á Lækjamóti í Húnavatnssýslu.
Þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Jónadabsson og íngi-
björg Tómasdóttir, fræðimanns frá Stóru-Ásgeirsá. Þar
ólst Jón upp þar til hann var 7 ára, en þá fluttist hann
vestur um haf með foreldrum sínum.
Faðir hans nam land í Norður-Dakota og bjó þar átta
ár. Þá var orðið þar svo þröngbýlt, að til vandræða horfði.
Á þeim tíma var Manitoba sem óðast að byggjast, og var
mikið látið af landkostum þar. Þá hafði kunningi þeirra
feðga nýlega numið land á austurströnd Manitobavatns
og hafði ritað langa grein í Heimskringlu um landkosti
þar. Sú nýlenda var þá nefnd Álptavatnsbyggð. Það olli
því, að þeir feðgar fluttu þangað norður 1888.
Ekki var farangur þeirra mikill. Allt var flutt á ein-
um vagni, sem uxar dróu, en þeir feðgar gengu með og
ráku fáeina nautgripi. Það ferðalag tók sjö daga til Win-
nipeg. Þar hittu þeir tvo bændur úr Álptavatnsbyggð, er
voru þar í kaupstaðarferð, því þá var engin verzlun í
byggð þeirra. Þeim urðu þeir samferða út í nýlenduna.
Þar voru þá seztir að um 40 bændur, en mikið land
ónumið. Jón eldri nam land nálægt miðri byggðinni og