Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 65

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 65
ALMANAK 67 mönnum og búsettar í Califomíu, mannvænlegar konur og vel metnar. Er þeirra nánar getið í landnámsþætti föð- ur þeirra. Sigurbjörg kona Sveins lést að heimili Andreu dóttur þeirra í San Diego árið 1939, en hann fluttist þangað til borgarinnar 1941, og átti þar heima til dauðadags. Seinni kona hans, af hérlendum ættum, lifir hann, ennfremur tveir bræður hans, Þórður og Gunnlaugur, og ein systir, Mrs. Stefanía Tómasson, öll búsett í Saskatchewan, Can- ada. Er þeirra systkina alha frekar getið í fyrrgreindum landnámsþáttum Brown-byggðar. Sveinn Árnason var, eins og að framan er vikið að, fróðleiks- og bókamaður mikill, og mátti um hann segja, hvað það snertir, að “eplið félli eigi langt frá eikinni”, því að Árni faðir hans hafði borið af öðrum ólærðum mönnum, eins og það orð er venjulega skilið, í þeim efnum, en um það fer Sveinn sonur hans þessum orðum í þætti hans: “Fáir munu þeir hafa verið óskólagengnir alþýðu- menn, sem stóðu Áma á sporði með nothæfan fróðleik og þekkingu, enda leituðu sveitungar hans til hans allajafna, er einhvern vanda bar að höndum.” Námslöngun Sveins kom einnig snemma í ljós, eins og fyrr getur, en eigi fékk hann svalað henni á skólabekk, nema að takmörkuðu leyti. Slitrótta skólagöngu sína bætti hann sér hinsvegar upp með víðtækum lestri góðra rita á íslenzku og ensku, og kom sér upp miklu bókasafni og harla fjölbreyttu, sér í lagi að íslenzkum bókmenntum og ritum varðandi Island, sögu þess og menningu. Kynntist eg safni þessu fyrst af eigin sjón, er eg heim- sótti Svein í Bremerton, Washington, sumarið 1934 og dvaldi lengi dags á hinu hlýlega oggestrisnaheimiliþeirra hjóna. Þótti mér gott og skemmtilegt við Svein að ræða, því að bæði var hann fróður um margt og sagði skilmerki- lega frá. Dáðist eg að því, hversu stórt og merkilegt og vandað bókasafn hans var, meiri hluti bókanna prýðilega

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.