Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 70

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 70
72 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: sunds. Bardaginn var í algleymingi. Skothríðin var allt í kringum hann. En hann herti því meir á sundinu. Var það undravert, að skotin hittu hann ekki. Loks komst hann að skipinu og skilaði skeytinu. Shovel kom sér afar vel á skipinu. Hann lagði sig allan fram, að vinna sín skyldustörf. Var ætíð reiðubú- inn, að vinna hvaða verk sem var, hvort sem það var í hans verkahring eða ekki. Hann var í miklu áliti hjá yfir- mönnurn sínum. Þótt hann hefði mikið að gjöra, notaði hann hverja stund til að auðga anda sinn. Sérstaklega lagði hann rækt við, að læra siglingafræði. Eftir svaðilför þá, sem hér er getið að framan, hækk- aði Shovel fljótt í tigninni. Varð með tímanum sjóhðsfor- ingi og sæmdur riddarakrossi, og 1705 varð hann yfir- foringi alls Brezka flotans, sem eftirmaður Sir George Rooke. Hann tók þátt í mörgum sjóorustum, og sótti ætíð fram með hugprýði og djörfung. Á þeim tíma lifðu sumir þjóðflokkarnir á Miðjarðarhafs ströndinni, að mestu leiti á ránum, svo verzlunarskip voru hvergi óhult. Vann hann þarft verk að útrýma sjóræningjum og halda þeim í skefjum. 1674, sem undirmaður Sir John Narborough, gjörði hann sjóræningjum þungar búsifjar á höfninni í Tripoli, þeirra helsta vígi. Brenndi hann 4 ræningjaskip þar á höfninni, og gekk þar í berhögg við víggirðingar og kastala borgarinnar og opna byssukjafta ránsmannanna. Sir Cloudesley Shovel, var mætur mannkosta maður og fremstur í flokki þeirra manna, sem hugrakkastir hafa verið. Skipið hans, the “Association”, rakst á sker nálægt Scilly eyjunum í þoku, 22. okt., 1707. Forst hann þar og hver einasti maður um borð, 800 manns. Lík hans rak á ströndina næsta dag og er hann grafinn í Westminster Abbey, með öðmm stórmennum Bretaveldis. Hann var 57 ára. Fæddur 1650. Hver sá maður, sem er trúr sinni köllun, er sjálfum sér trúr. En hver, sem svíkur sina köllun, svíkur sjálfan sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.