Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 85
ALMANAK 87
sjúkrahúsi í Winnipeg. Fæddur í N. Dakota, en hafði lengstum
átt heima í Argyle-byggð.
20. Brynjólfur Johnson, á heimili sínu að Stony Hill, Man. Fæddur
að Hólum í Homafirði í Austur-Skaftafellssýslu 22. sept. 1869.
Foreldrar: Jón hreppstjóri Jónsson og Þórunn Þorleifsdóttir.
Flutti vestur um haf aldamótaárið, en nam land í grennd við
Grunnavatn 1905 og átti síðan heima á þeim slóðum.
20. Gísli Guðmundsson Lundal, á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg.
Fæddur 5. marz 1868 að Arnþórsholti í Lundarreykjadal í
Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar: Guðmundur Bjarnason og Guð-
rún Gísladóttir. Fluttist vestur um haf með foreldrum sínum
1887. Var lengstum búsettur í Deer Hom, Man.; rak þar verzl-
un ámm saman og var póstafgreiðslumaður í yfir 30 ár.
20. Steinthór Leo Thorvaldson, útgerðarmaður frá Riverton, Man.,
að heimili systur sinnar í Winnipeg. Fæddur 15. nóv. 1899 i
Riverton. Foreldrar: Sveinn Thorvaldson kaupmaður og fyrri
kona hans, Margrét Sólmundsson.
26. Stefán Scheving Johnson, að heimili sínu í grennd við Church-
bridge, Sask. Fæddur í Þingvalla-byggðinni í Saskatchewan
27. apríl 1893 og ól þar allan aldur sinn. Foreldrar: Bjöm Jóns-
son frá Skáney í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu og Ólafía
Stefánsdóttir frá Kalmanstungu.
27. Carl Goodman, byggingarmeistari, á Almenna sjúkrahúsinu í
Winnipeg. Fæddur að Fagradal í Þingeyjarsýslu 22. sept. 1870,
en fluttist til Canada sex ára að aldri og hafði ávalt verið bú-
settur í Winnipeg.
27. Ólöf Sigurveig Jónsdóttir (Mrs. August Johnson), á sjúkrahúsi
í Winnipegosis, Man. Fædd í Sveinungavík í Þistilfirði í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu 7. marz 1857. Foreldrar: Jón Sigurðsson og
Aðalbjörg Þorkelsdóttir. Flúttist vestur um haf til N. Dakota
1879 með fyrri manni sínum, Aðaljóni Guðmundssyni Jónsson-
ar frá Sköruvík á Langanesi.
30. Kristín Jóhannesdóttir Johnson (ekkja Daníels Johnson, d.
1942), að heimili sonar síns í Blaine, Wash. Fædd 8. nóv. 1858
að Bakkakoti í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Jó-
hannes Benediktsson og Kristíana Ebenesardóttir. Fluttist til
Ameríku 1888. Kunn fyrir skáldskap sinn.
31. Halldór Guðmundsson, landnámsmaður, á sjúkrahúsi í Swan
River-bæ í Manitoba. Fæddur á Langhóli í Súgandafirði í Isa-
fjarðarsýslu 4. marz 1871. Foreldrar: Guðmundur Jóhannesson
og Kristín Guðbrandsdóttir. Fluttist til Canada 1901 og hafði
átt heima í Swan River nýlendunni nálega ávalt síðan.
FEBRÚAR 1946
4. Ottó Friðjón Hólm, 33 ára að aldri. Fæddm og uppalinn á
Dvergasteini í Gimli-sveit.
9. Kristjana Margrét Tait, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man.
Fædd 30. marz 1866 í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. For-