Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 79
ALMANAK
81
Californíu, vakti geysihrifningu með söng sínum. Daginn
áður höfðu Islendingar í Seattle, Wash., haldið árlega
þjóðminningarsamkomu sína að Silver Lake, við góða að-
sókn.
Ágúst—1 árlegri kvæðasamkeppni í Seattle-borg,
Wash., sem fram fór stuttu áður, vann Mrs. Hólmfríður
(Freda) McDonald (dóttir Sigurðar og Steinunnar Björns-
son) fyrstu verðlaun.
8. ágúst—Lauk Marinó Ólafur Ólafsson (sonur séra
Kristins K. Ólafson og frú Friðrikku), skólastjóri í Minto,
N. Dak., meistaraprófi í uppeldisfræði með ágætiseink-
unn á ríkisháskólanum í N. Dakota og hlaut menntastigið
“Master of Science in Education.”
Ágúst—Laust fvrir miðjan mánuðinn lögðu þeir Grettir
L. Jóhannson ræðismaður og ritstjórarnir Einar P. Jónsson
og Stefán Einarsson, ásamt frúm sínum, af stað í för sína
til Islands, í boði Þjóðræknisfélagsins á fslandi og ríkis-
stjómarinnar. Dvöldu þau í sex vikur á fslandi, ferðuðust
víða um landið og áttu alstaðar frábærum viðtökum að
fagna. Fór ferðafólk þetta flugleiðis yfir hafið báðar leiðir.
Ágúst—Tilkynnt, að J. P. Sigvaldason (sonur Mr. og
Mrs. E. Sigvaldason að Baldur, Man.) hafi verið valinn
aðstoðarritari í Canada House í Lundúnum, sem stendur
í sambandi við utanríkismáladeildina þar, en hann hafði
áður skipað framkvæmdarstjórastöðu hjá fræðslumála-
deildinni í Manitoba.
2,—sept.—Kunnugt gert, að dr. P. H. T. Thorlakson
hafi verið skipaður prófessor í læknavísindum við Mani-
toba-háskóla og jafnframt yfirskurðlæknir við Almenna
sjúkrahúsið í Winnipeg, en hann er löngu víðkunnur fyrir
læknisstörf sín og félagi í fjölmörgum læknafélögum.
Sept,—Sigurður Sigmundsson, rafmagnsfræðingur í
Vancouver, B.C., sem undanfarið hafði verið aðstoðar-
umsjónarmaður flutninga hjá British Columbia Railway
Co., skipaður yfirmaður farþega og flutningstækja félags-
bis, sérstaklega utanborgar.