Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 71
HELZTU VIÐBURÐIR
meðal Islendinga í Vesturheimi.
-1945-
15. nóv.—Forseti Islands sæmdi frú Rannveigu Schmidt
riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu í viðurkenningar-
skyni fyrir útbreiðslustarf hennar í þágu Islands, en frúin,
sem árum saman hafði verið búsett í Bandaríkjunum,
hefir flutt þar fjölda erinda og ritað blaðagreinar um
íslenzk efni.
3. des.—Hundrað ára dánarafmælis Jónasar skálds
Hallgrímssonar minnst með virðulegri og fjölsóttri sam-
komu í Winnipeg, sem Þjóðræknisfélagið og þjóðræknis-
deildin “Frón” stóðu að sameiginlega. Dr. Richard Beck,
forseti félagsins, flutti minningarræðrma, en Guðmann
Levy, forseti “Fróns”, hafði samkomustjóm með höndum.
Des.—Blaðafregn skýrir frá því, að Miss Lilja Sigvald-
ason (dóttir Sigurðar og Eggertínu Sigvaldason, að Víðir,
Man.), er lauk miðskólaprófi síðastliðið vor, hafi hlotið
heiðurspening Landstjórans í Canada fyrir námsgáfur og
dugnað og námsstyrk frá fylkinu (Manitoba Scholarship),
að upphæð $320.00, til tveggja ára; hefir hún þegar hafið
nám í vísindum á Manitoba-háskóla.
Des.—Á ársþingi hins merka og fjölmenna félags mál-
fræðinga og háskólakennara í Bandaríkjunum, “Modem
Language Association of America”, var dr. Halldór Her-
mansson, prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum
við Comell-háskóla, Ithaca, New York, kosinn vara-for-
seti félagsins.