Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 38
40
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
eða þar um bil, en fluttust síðan til borgarinnar Elk Rap-
ids í Michigan-ríki. Voru þar sárfáir Islendingar fyrir, og
ólst Guðmundur því upp í algerlega amerísku umhverfi,
utan heimihs síns, og mótaði það hann skiljanlega með
ýmsum hætti, gerði hann innlífaðan ameriskum hugsun-
arhætti og hugsjónum, því að hann var þá einmitt á þeim
aldri, þegar unglingar eru næmastir fyrir utanaðkom-
andi áhrifum.
Sumarið 1881 flutti Helgi Guðmundsson, sem að ofan
getur og áður hafði búið að Ölvaldsstöðum í Mýrasýslu,
vestur um haf ásamt skylduhði sínu og lagði leið sína til
Elk Rapids, því að þar var fyrir frændfólk hans, en þær
Helga kona hans og Sigríður Eyvindardóttir, móðir
Guðmundar Freeman, voru systur. Eigi var þó Guð-
björg dóttir Helga með í förinni það sinn; hún kom vestur
um haf til foreldra sinna í Elk Rapids ári síðar, en hún er
fædd að Öldvaldsstöðum 17. maí 1872.
Árið 1884 fluttust báðar umræddar fjölskyldur til Akra,
N. Dakota og settust þar að, en ekki festi Helgi Guð-
mundsson þar yndi, enda var þá þröngbýlt orðið þar um
slóðir og lítil völ heimihsréttarlanda. Tók hann sig því
upp, sem fyrr segir, haustið 1886 og fór í landkönnunar-
ferðina vestur í Mouse River dal og ákvað að setjast þar
að. Guðmundur Freeman, sem verið hafði með í land-
könnunarferðinni, hvarf austur aftur þá um haustið og
dvaldi um veturinn við Akra, en réðist um vorið aftur til
ferðar vestur í nýbyggðina með þeim frændum sínum,
sonum Helga.
Þau Guðmundur og Guðbjörg giftust á kirkjuþinginu
að Mountain, N. Dakota, í júní 1888, og gifti séra Friðrik
J. Rergmann þau, en hann var þá eini íslenzki presturinn
í N. Dakota. Brúðkaupsferðin var farin á vagni, er uxar
gengu fyrir (eins og tíðkaðist á þeim frumbýlingsárum),
frá Mountain vestur til Mouse River-nýlendunnar, og tók
sú ferð vikutíma. Bjuggu ungu hjónin fyrst á heimili