Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 90
92
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sonar, ritstjóra “Heimskringlu”.
23. Helga Goodman, ekkja Jóns Goodmans málara, á Almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg.
30. Hólmfríður Andrésdóttir Ingjaldsson, ekkja Tryggva Ingjalds-
son landnámsmanns, að heimili sínu í Árborg, Man., 89 ára
að aldri. Foreldrar: Ándrés bóndi Ólafsson á Fagranesi í Reykj-
adal í Suður-Þingeyjarsýslu og Sesselja Jónsdóttir. Flutti vestur
um haf til N. Dakota með manni sínum 1886, en hafði verið
búsett í Nýja íslandi síðan 1901.
30. Thoroddur Halldórsson, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg.
Fæddiu í Hringsdal við Eyjafjörð 25. ágúst 1871. Foreldrar:
Kjartan Magnús Halldórsson og Ólöf ólafsdóttir. Fluttist af
Islandi með foreldrum sínum til N. Dakota 1881, en hafði átt
heima í Winnipeg í full 40 ár.
1 maí—Tómas Björnsson, landnámsmaður í Hjarðarhaga og bóndi
að Sólheimum í Geysis-byggð í Nýja íslandi, að heimili sínu,
háaldraður. Foreldrar: Björn bóndi Björnsson að Ytri-Svartár-
dal í Skagafjarðardölum og María Kristín Guðmundsdóttir á
Steinsstöðum í Skagafirði. Fluttist ungur að aldri vestur mn
haf til Canada 1876. Nam land í Nýja Islandi kringum 1883.
JtJNl 1946
2. Sigfús Rósalt ísfeld, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man.
Fæddur að Fjósakoti í Eyjafjarðarsýslu 20. jan. 1862. For-
eldrar: Magnús Einarsson og Vilhelmína Helga Jónsdóttir.
Kom vestur um haf til Canada fyrir 55 árum og var í rúm 40
ár búsettur í Mazart, Sask.
7. Sigtryggur Ágústsson, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg.
Fæddur á Torfufelli í Fnjóskadal í Eyjafirði 21. marz 1872.
Foreldrar: Ágúst Jónsson og Guðrún Þorsteinsdóttir. Flutti
vestur um haf snemma á árum og hafði um langt skeið átt
heima í Winnipeg. Óvenjulega fróðleikshneigður maður og
víðlesinn.
9. Elinborg Hansson, að heimili sínu í Winnipeg, 92 ára að aldri.
Fluttist til Canada 1887 og hafði jafnan síðan verið búsett í
Winnipeg. Áhugakona um félagsmál.
13. Miss Bertha Bray, að heimili sínu í Winnipeg, 77 ára að aldri.
Kom barnung vestur um haf í “stóra hópnum” 1876.
24. Sigríður Eiríksson, ekkja Jóns Jónssonar Eiríksson, landnáms-
manns í Álftavatnsbyggð, að Lundar, Man. Fædd á Heykolls-
stöðum i Hróarstungu í Norður-Múlasýslu 7. marz 1862. For-
eldrar: Bjami Jónsson og Bóthildur Sveinsdóttir. Fluttist vestur
um haf með manni sínum til Winnipeg 1893 og námu land í
Álftavatnsbyggð 1899. (Smbr. ættartölu hennar í Almanaki
Ó. S. Th., 1936).
27. Þorkell Jóhannesson Laxdal, í Weybum, Sask. Búsettur í
grennd við Churchbridge, Sask., sonur Jóhanns Jónssonar og
konu hans Ingibjargar, er bjuggu í Laxárdal í Skógarstrandar-
hreppi í Snæfellsnessýslu.