Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 67

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 67
ALMANAK 69 Sveinn var maður sönghneigður, eins og áður er getið um, og lék á orgel; ber bókasafn hans vitni þeirri hliðinni á listrænu eðh hans, því að það hefir að geyma mjög margt íslenzkra söngva- og sönglagasafna. Þá var ein sú fræðigrein, sem Sveinn lagði sérstaka rækt við, en það var tímatalsfræði, svo sem hið gamla fingrarím, og mun óhætt mega segja, að hann hafi verið með alha fróðustu mönnum íslenzkum, sinnar tíðar um þau efni. Er því margt stærðfræðhita og bóka varðandi tímatalsfræði í safni hans, meðal annars Fingrarím Jóns biskups Ámasonar (útgáfan frá 1838). Um tímatal ritaði Sveinn einnig merkilega og fróðlega ritgerð, “Nokkur orð um tunglöld og pakta og fleira”, í Tímarit Þjóðræknisfélagsins 1935, og greinar um þau efni í Lögberg, skilmerkilegar og fræðandi. Er það hið helzta, sem efth hann liggur á prenti, auk hinna greina- góðu landnámsþátta hans um þá feðga, sem vitnað hefh verið til, og faguryrtrar og drengilegrar dánarminningar föður hans. Sitthvað skildi Sveinn eftir í handriti, svo sem “Þætti úr tímatalsfræði”, all ítarlega greinargerð, kafla úr stærð- fræði, og samkomuræður, þar á meðal vandaða og prýði- lega ræðu fyrh minni Islands, sem lýsh ágætlega ást hans á ættjörðinni, víðtækri þekkingu hans og glöggum skiln- ingi á sögu hennar, bókmenntum og menningu, og þá um annað fram á sígildum fornbókmenntum hennar. Hér fara á efth ummæli höfundar í nefndu erindi um Ara Þorgilsson, og eru þau gott dæmi þess, hvernig þar er á málum haldið bæði um skýra hugsun og ágætt málfæri: “Ari er með réttu talinn höfundur og faðh íslenzkrar sagnfræði. íslendingabók hans er aðeins örfá blöð, en svo efnisrík að undrum sæth. Við sérhverja frásögn er heim- ilda getið, með hinni ströngustu vísindalegu nákvæmni vorra tíma. Segh þýzkur vísindamaður, að engin germ- önsk þjóð hafi á miðöldum átt slíkan snilling í sögurann-

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.