Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 82
MANNALÁT
MARZ 1944
21. Snorri Kristjánsson, í San Diego, Calif. Fæddur að Þverá í
Þingeyjarsýslu 8. okt. 1862. Foreldrar: Kristján Stefánsson og
Jóhanna Árnfinnsdóttir. Fluttist til Ameríku 1899 og hafði í
nærri aldarfjórðung verið búsettur í San Diego, en áður í Nýja
Islandi, Norður-Dakota og Mozart, Sask.
JÚLl 1945
20. Guðrún Sigurðardóttir (Gíslason), á heimili sínu að Akra, N.
Dak. Fædd á Bæ við Steingrímsfjörð í Strandasýslu 25. des.
1866. Foreldrar: Sigurður Gíslason og Guðrún Jónsdóttir.
Kom með þeim vestur um haf til N. Dakota 1883.
23. Kristján Tryggvi Dínusson, að heimili sínu í Svoldar-byggð í
N. Dak. Fæddur á Mýlaugsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu 30.
apríl 1875. Foreldrar: Dínus Jónsson og Kristín Andrésdóttir.
Fluttist með þeim til Vesturheims 1879, fyrst til Nýja íslands,
en til N. Dak. 1882.
29. Jóhannes Lárusson, smiður, í Vancouver, B.C. Fæddur 11.
sept. 1872 á Narfeyri við Breiðafjörð. Foreldrar: Lárus Jóns-
son og Ingveldur Björnsdóttir.#Kom til Ameríku 1912 og hafði
lengstum átt heima í Prince Rupert, B.C.
ÁGÚST 1945
21. Sveinn Árnason, fyrrv. bókhaldari, að heimili sínu í San Diego,
California. Fæddur 27. febr. 1869 á Vopnafirði. Foreldrar:
Ámi Sigurðsson, gjestgjafi og fyrrv. sýsluskrifari, og Kristjana
Soffía Stefánsdóttir. Fluttist vestur um haf til N. Dak. 1889,
varð síðar landnámsmaður í Brown, Man., en átti lengstum
heima á Kyrrahafsströndinni. Fróðleiks og bókamaður mikill.
(Sjá minningargrein um hann í þessum árgangi Almanaksins).
SEPTEMBER 1945
7. Þorsteinn Sveinsson (Thorstein Sveinson), smiður og land-
námsmaður, að heimili sínu á “Svalbakka” í Nýja íslandi.
Fæddur 26. jan. 1856 í Kárdalstungu í Húnavatnssýslu. For-
eldrar: Sveinn Þorsteinsson og Margrét Sigurðardóttir. Fluttist
til Vesturheims 1888 og hafði verið búsettur í Nýja Islandi frá
því ári síðar.
17. Kristján Eggertson Fjelsted, landnámsmaður, að heimili sínu
að Lundar, Man. Fæddur á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit í Snæ-
fellsnessýslu 30. maí 1864. Foreldrar: Eggert Vigfússon Fjeld-
A