Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 83
ALMANAK 85
sted og Þórey Nikulásdóttir. Kom vestur um haf til Winnipeg
1903, en nam land í Álftavatns-nýlendunni 1907.
OKTÓBER 1945
15. Þórey Oddleifsson, ekkja Gests Oddleifsson landnámsmanns,
að heimili sínu í Haga í Nýja Islandi. Fædd 2. júlí 1867 að
Vatnsdalsgerði í Vopnafirði. Foreldrar: Stefán Þorsteinsson og
Sigurborg Sigfúsdóttir. Fluttist til Nýja íslands (Gimli) með
foreldrum sínum í “stóra hópnum” 1876.
27. Sigurbjörg Símonardóttir Jóhannson, á heimili Jónasar sonar
síns, í grennd við Kuroki, Sask. Fædd að Sléttu í Aðalvík í Isa-
fjarðarsýslu 18. apríl 1853. Foreldrar: Símon Sigurðarson og
Sigurlaug Einarsdóttir. Fluttist til Vesturheims með manni sín-
um 1887 eða 1888 og höfðu átt heima í N .Dak. og ýmsum
stöðum í Manitoba, en síðar í Saskatchewan.
31. Freemann Metusalem Einarson, í bílslysi í grennd við Milton,
N. Dak. Fæddur í Winnipeg, Man., 16. okt. 1924. Foreldrar:
Fríman Metúsalem Einarson, bóndi og ríkisþingmaður, og Hall-
fríður Snowfield Einarson, að Mountain, N. Dak.
NÓVEMBER 1945
6. Emma Sigurðsson, að heimili sínu í Glenboro, Man. Fædd í
Selkirk, Man., 19. sept. 1888. Foreldrar: Jón Sigurðsson, smið-
ur, frá Hvalsá í Hrútafirði, og Sigríður Helgadóttir frá Krist-
nesi í Eyjafirði.
DESEMBER 1945
7. Margrét Vigfússon, að elliheimilinu “Betel”, Gimli, Man. Fædd
15. ágúst 1864 í Auðsholti í Árnessýslu. Foreldrar: Vigfús
Guðmundsson og Auðbjörg Þorsteinsdóttir. Fluttist af Islandi
tíl Canada fyrir 34 árum og hafði lengst af átt heima í Winni-
peg.
14. Jóhanna Benson, í Selkirk, Man. Fædd 17. des. 1865. Foreldr-
ar: Jón Jónsson, frá Núpi í Laxárdal í Húnavatnssýslu, og
Guðrún Steinsdóttir. Fluttist vestur um haf til Canada 1899,
og hafði um langt skeið verið búsett í Calgary, Alberta, en
síðar í Vancouver, B.C.
14. Kristín Anderson, að heimili sínu í Glenboro, Man. Fædd á
Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 1. ágúst 1883; kom ársgömul til
Canada með foreldrum sínum, Jakob Helgasyni og Kristjönu
Kristjánsdóttir, er námu land í Argyle-byggðinni í grennd
við Glenboro, Man.
15. Sigurður Rósinkar Hafliðason, í bílslysi í Seattle, Wash. Fædd-
ur 3. marz 1873 á Hrafnabjörgum í Laugardal í Isafjarðar-
sýslu. Foreldrar: Hafliði Helgason og Jóhanna Jónsdóttir. Kom
vestiu um haf til Manitoba nálægt aldamótunum, en hafði
verið búsettur síðan 1913 á ýmsum stöðum á Kyrrahafsströnd-
inni.
16. Þorleifur Pétursson, að heimili sínu í grennd við Churchbridge,