Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 52
54
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
verið hvorttveggja, að sjálfstæðisþrá var þeim í blóð bor-
in og að foreldrarnir hafi álitið þeim hollast að læra sem
fyrst að sjá fyrir sér og brjóta sér braut, og svo mun það
hafa reynst. Bömin eru nú öll flutt burtu, nema tveir
drengirnir: Ásgeir, sá þriðji í röðinni, sem aldrei hefir
farið að heiman, og Einar Haraldur, sá yngsti, sem var
fjögur ár í hernum, og er nýlega kominn heim. Þau hafa
því oft ekki verið fleiri en 3 eða 4, sem hafa verið fastir
heimilismenn á þessu stóra heimili.
Þegar börnin voru orðin svo þroskuð, að þau gátu
tekið að sér heimilisstörfin, mundu flestir foreldrar hafa
tekið sér hvíld frá erfiðustu verkum; en Jón bóndi leit
ekki svo á. Það var svo mikið af hinu forna víkingseðli í
honum, að hann þurfti að hafa eitthvað stórt og erfitt
fyrir stafni. Hann tókst því á hendur eftirlit með fiski-
veiðum við norðurhluta Manitobavatns. Mátti það fremur
kallast lögreglustarf, því að því fylgdi lífshætta, bæði frá
náttúrunnar og mannanna hendi. Þar var víða lítil byggð
af hvítum mönnum, en þangað safnaðist ýmis óþjóðalýð-
ur, sem engum lögum vildi hlýða, og sem hafði rekið um-
sjónarmenn af höndum sér með ofríki. Þar lét Jón hart
mæta hörðu, og svo fór að lokum, að lýður þessi varð að
hlýða lögunum. Hann segir, að þessir piltar hafi oftast
látið undan, þegar hótanir dugðu ekki, og ætíð kom Jón
ómeiddur úr því ferðalagi. Þessa atvinnu hafði Jón í 10
ár, en konan annaðist búið með börnunum á meðan.
Þessi hjón áttu giftingarafmæli 31. okt. síðastliðið ár;
kom þá til orða að halda gullbrúðkaup þeirra, en frá því
var horfið vegna örðugleika á að ná saman börnum þeirra,
sem voru víðsvegar um Canada og Bandaríkin, en yngsti
sonur þeirra þá austur í Evrópu. Var því afráðið að
fresta gullbrúðkaupinu til næsta árs.
Það var 14. júhí í ár, að gullbrúðkaup þeirra var haldið
að Lundar. Þá voru böm þeirra þar öll komin og stóðu
þau að mestu fyrir hátíðahaldinu. Annars mátti kalla, að