Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 35
ALMANAK
37
margt, öll hans verk prýðilega af hendi leyst, honum
treyst sem best mátti verða. Jón andaðist að Lake Winni-
pegosis, 24. júní 1944.
Guðmundur Magnússon. Hann var einn af þeim eins-
töku greiðamönnum, sem að oft lét sín verk bíða, til að
greiða fyrir öðrum. Fyrsti meðráðamaður Framnes og
Árdalsbyggða, þá var allt Nýja-lsland eitt sveitarfélag.
Einnig hafði hann póstflutning á hendi fyrstu árin til
Hnausa, þá var póstur keyrður á hestum frá West Sel-
kirk til Islendingafljóts, (Riverton). Voru þær ferðir á
þeim tímum, ekkert barnameðfæri, þá brautir voru vond-
ar, stundum htt framkvæmanlegar. 1 læknaskortinum var
hann oft liðsinnandi mönnum og skepnum, fram á síðari
ár. Við póstafgreiðslu tók hann, er Jón flutti burtu, hafði
hana þar til Framnespósthús lagðist niður um áramótin
1932-’33. Við smíðar mun hann hafa unnið hér í landi á
sínum fyrstu árum, þá hann var í Brandon, Man. Var sá
fyrsti af byggðarmönnum, er keypti hér dráttarvél (trac-
tor). Hann andaðist í Riverton 11. ágúst 1942.
a ö *
Þá eru nú þetta helstu drög í sögu Framnesbyggðar,
sem nú er orðin (1946) 45 ára gömul. Framfarir má sjá
þar töluverðar, þá gengið er út frá hinu vilta landi, sem
að þar var, þá byggðin hófst 1901. En hvernig verður
framtíðin í landnáminu íslenzka? Svarið virðist vera
ljóst, þá lönd hér eru seld, er það í sumum tilfellum, að
annara þjóðamenn kaupa. — Betra, ef það reyndist ekki
rétt!