Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 55

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 55
ALMANAK 57 an með Bachelor of Arts gráðu, 1906. Sama ár giftist hún Jóhanni A. Jósefson, merkisbónda í Vesturheims byggð- inni. Settust þau þar að og hafa alltaf búið þar (á Högna- stöðum). Var hjónaband þeirra með afbrigðum farsælt. Að minum dómi var Guðný forkunnar fríð kona og glæsileg í sjón. Iiún hafði góðar gáfur, var vel máli farin, tók mikinn þátt í kirkju og félagsstarfssemi. 1 mannrétt- inda baráttunni fylgdi hún flokk vinstri manna og lét um skeið allmikið til sin taka. Mun hún stundum hafa geng- ið nokkuð djarft fram. Hún átti glæsilegan menntaferil og framsóknarþrá og líf hennar mótaðist vel í kristilegu og heilbrigðu andrúmslofti foreldra og heimilis. Hún mun hafa verið ein af fyrstu íslenzkum stúlkum hér vestra, sem æðri mentun hlaut. Eg sá Guðný fyrst 1901. Þá var hún þrítug. En eg heyrði móður mína tala um hana síðan, eg man eftir, hún var bróðurdóttir hennar og var litla stúlkan henni handgengin á Islandi. Minntist hún henn- ar sem yndislegrar stúlku og þótti mjög væntum hana. Eg hygg að hún hafi verið ágætur kennari og æsku- leiðtogi. Eins var hún eiginkona og móðir. Mannfélags- málum vildi hún vinna allt það gagn, sem hún orkaði. Maður hennar lifir hana, var þó all mikið eldri. Börn þeirra, sem á lífi eru: Thordis, (Mrs. L. F. Lindall), West- brook, Minn.; Isfold, (Mrs. Norman Olafson); Helga, (Mrs. S. R. Barr), og Joseph, öll í heimahögum og Leifur í Minneapolis. Á lífi eru þessi systkini hennar: Guðríður, (Mrs. J. Gunnlaugson); Kristjana Solveig, (Mrs. S. Gunn- laugson); Margrét Sigurbjörg, (Mrs. A. O. Kompelien); Halldór B. Hofteig, öll í Minnesota ríkinu, og Stefán S. Hofteig, McCreary, Man. Einnig tvær fóstursystur, Mrs. J. E. Hoff, Hanley Falls, Minn., og Mrs. Sarah Johnson, Winona, Minn.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.