Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 22

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 22
24 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Hún var, með öðrum orðum, norræn mjög í lund, í beztu merkingu. Er henni vel lýst og rétt í þessum ummælum Einars P. Jónssonar, skálds og ritstjóra, tengdabróður hennar: “Frú Guðrún var víðsýn kona, er bjó yfir sterkum lífs- skoðunum, er jafnan mótuðust af ríkri réttlætisvitund; en ef því var að skifta, lét hún ógjarna sinn hlut; hún sór sig glögglega í ætt við sitt norræna kyn; hún geymdi ávalt Island í hjartanu, og ræktaði íslenzk blóm framan við heimili sitt; hún var kærleiksrík vorsál, er jafnan fagnaði nýgróðrinum, og um þær mundir, sem vorið var að ná yfirráðum í ríki náttúrunnar, lagði hún upp í langferðina hinztu.” (Lögberg, 28. marz 1946). Ást Guðrúnar H. Finnsdóttur á Islandi og öllu hinu bezta og lífrænasta í íslenzkum menningararfi er skráð ljósu letri í sögum hennar og öðrum ritverkum, og sú hjartgróna ræktarsemi hennar við ætt og erfðir lýsti sér fagurlega í lifandi áhuga hennar á íslenzku félagsstarfi vestan hafs og margþættri þátttöku hennar í þeim málum. Hún vann ötullega að málum safnaðar síns, Únítarasafn- aðar og síðar Sambandssafnaðar í Winnipeg; var um skeið forseti kvenfélags hans og átti lengi sæti í stjórn Kvenna- sambands Kirkjufélags síns. Þá var hún frá upphafi starf- andi í Jóns Sigurðssonar félaginu, og átti mikinn þátt í undirbúningi hins merka og mikla Minningarrits um ísl- enzka hermenn, sem félagið gaf út. Hún studdi Þjóð- ræknisfélagið með ráðum og dáð, eins og vænta mátti um jafn sann-þjóðrækna konu og glöggskyggna á varanlegt gildi íslenzkra menningarverðmæta, og átti sæti bæði í þingnefndum og milliþinganefndum af hálfu félagsins. Hún var kona prýðisvel máli farin, og voru tillögur hennar í hverju máli bomar fram af gjörhyggli og trúnaði við málstaðinn, er hún fylgdi. 1 viðurkenningarskyni fyrir víðtæka þátttöku hennar í vestur-íslenzkum menningar- málum, fyrir þjóðræknis- og bókmenntastarfsemi sína,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.