Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Side 22

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Side 22
22 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: um langt skeið og hins er hann mótaði og markaði stöðu hins íslenzka þjóðhöfðingja sem fyrsti forseti hins íslenzka lýðveldis.” Sviplegt fráfall forsetans snerti einnig, eins og vænta mátti, næma strengi í brjóstum vor íslendinga vestan hafsins, því að bæði átti hann í vorum hópi fjölda vina og aðdáenda, og hafði auk þess, með hlýjum kveðjum og öðrum hætti, látið í ljósi djúpstæðan góðhug í vom garð. Fór það einnig að vonum um jafn þjóðrækinn mann og Sveinn forseti var í orðsins fyllstu og fegurstu merkingu, að hann lét sér mjög annt um hag og hlutskipti hins ís- lenzka kynstofns hér í Vesturheimi, og vildi veg hans sem mestan. Megum vér vel muna þann hlýhug og meta, því að í honum fólst bæði tiltrú og áminning um trúnað við hið bezta í eðli voru og menningararfi. Kosning nýs forseta Islands fór fram hinn 29. júní 1952. Voru í kjöri þrír mikilhæfir menn og ágætir, er skipað hefðu hver um sig forsetasessinn með sæmd: — Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri og alþingismaður, fyrrv. forsætisráðherra; séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup og fyrrv. dómprófastur og dómkirkjuprestur í Reykjavík; og Gísli Sveinsson sýslumaður, fyrrv. Alþingisforseti og sendilierra Islands í Noregi. Hlaut Ásgeir Ásgeirsson kosningu, eins og kunnugt er. Var hinn nýkjörni forseti síðan settur inn í embætti sitt föstudaginn þann 1. ágúst með látlausri en að allra dómi mjög virðulegri athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu í Reykjavík, að viðstöddum æðstu embættismönnum landsins og sendiherrum erlendra ríkja. “Var sem allt hjálpaðist að við að gera þá athöfn hátíðlega. Veður var svo fagurt og blítt, að á betra varð ekki kosið, og öll fór athöfnin fram með djúpri alvöra, virðuleika og tign. Hinn mikli mannfjöldi, er safnast hafði við Austurvöll og umherfis Alþingishúsið, hyllti forsetahjónin ákaft, er þau komu út á svalir Alþingishússins, eftir að forsetinn hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.