Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Síða 23
ALMANAK 23
tekið við kjörbréfi.” (Einingin, ágúst-september 1952).
Vestur-íslenzkum lesendum til fróðleiks má bæta því
við, að forsetinn undirritaði eiðstaf sinn á borði Jóns Sig-
urðssonar, og var eiðstafurinn á þessa leið:
“Eg undirritaður, sem kosinn er forseti Islands um
kjörtímabil það, sem hefst 1. ágúst 1952 og lýkur 31. júlí
1956, heiti því, að viðlögðum drenegskap mínum, að halda
stjórnarskrá lýðveldisins íslands.”
Ásgeir Ásgeirsson hinn nýi forseti íslenzka lýðveldis-
ins, er maður löngu þjóðkunnur, hæfileika- og mann-
kostamaður mikill, er á sér að baki fjölþættan og óvenju-
lega glæsilegan embættisferil.
Hann er fæddur þann 13. maí 1894 í Kóranesi á Mýr-
um, en þar bjuggu þá foreldrar hans Ásgeir kaupmaður
Eyþórsson, fyrst Vestfjarðapósts og síðar kaupmanns í
Reykjavík, Felixsonar, og kona hans Jensína Björg Mat-
thíasdóttir, tiésmiðs í Reykjavík, Markússonar. Standa að
honum traustir stofnar og gáfnafólk á báðar hendur.
Ásgeir Ásgeirsson forseti
Forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir