Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Síða 30

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Síða 30
30 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: $5.00 á mánuði. Þetta voru mér ekki ljúfur fréttir, en eg tók þeim með rósemi örvæntingarinnar. Fyrstu kvöldin komu nokkrir Islendingar og Danir —flest nýkomið fólk—ofan á Innflytjendahúsið, til þess, eins og þeir orðuðu “að sjá nýkomnu landana”. Lét mér það orðatiltæki ömurlega í eyrum. Sumir störðu á okkur Jóhann, bæði danskir og Islendingar, eins og við værum af annari plánetu komnir. Út undan mér heyrði eg, að þeir sögðu á ensku, að það væri ekkert gaman að vera “grænn emigranti”. Það meiddi mig í bili, og eg var svo mikið barn að skilja ekki, að allt, sem er grænt, á fvrir sér að þroskast! Þar kom að, að Jörgensen, fyrir milligöngu danskra manna er hann kynntist, afréð að fara út í skógarver—og hafði von um að geta að einhverju leyti stundað þar við- gerðir og smíðar. Vildi hann endilega, að eg kæmi með, og studdu ungir samlandar hans er við kyntumst að því. En eg þorði ekki að taka þá ákvörðun; brjóstvit mitt hvíslaði því að mér, að í skógarhögg ætti eg ekki að fara, var það þó nokkur freisting—og fáar leiðir virtust mér opnar. Að aftni annars dags, eftir að Jörgensen hafði ákveð- ið að fara næsta morgun, sátum við saman innan um hóp af Mið-Evrópu fólki á Innflytjendahúsinu og vorum að enda við að borða; átti eg enn eftir rikling og annan “skrínukost” af nesti mínu. Kom þá maður einn til okkar og spurði mig á íslenzku, hvort eg væri íslendingur, og játti eg því. Maðurinn var stór vexti, mjög karmannlegur, nærri lnikalegur, svarthærður, með mikið yfirskegg,— kom sýnilega beint frá vinnu sinni, og var lítið eitt hýr af víni. Við hófum samtal, kvaðsthann heita Ingvar Ólafs- son, ættaður úr Árnessýslu ofanverðri (Grímsnesi), og til Vesturheims kominn fyrir eitthvað rúmum 20 árum. Hann kvaðst vera 45 ára, en leit út fyrir að vera eklri. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að hann hefði farið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.