Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Qupperneq 33
ALMANAK 33
hann hlédrægur við ókunnuga og orðfár—en eg, að hætti
þeirra tíma, feiminn við “lærða menn”, og ávarpaði þá
ekki að fyrra bragði. D\'öl mín varð heldur ekki löng,
kom í húsið á föstudagskvöld og fór þaðan árdegis næsta
mánudag.
Eftir kvöldverð gengum við Ingvar út um dálitla
stund, og töluðum um framtíðar möguleika mína.
Taldi hann víst, að eg gæti komist til atvinnu úti á Win-
nipegvatni. Hann sagðist hafa ákveðið fara vestur til
Seattle, í lok mánaðarins. Eg sagði honum áætlun mína
fastákveðna að fara til Seattle með vorinu; hefði Bjarn-
héðinn Þorsteinsson frændi minn í Reykjavík, er lengi
hafði dvalið vestra, ráðlagt mér að fara þangað að vori
í atvinnu leit. Taldi Ingvar þetta viturlega ráðstöf-
un. Varliann mér frábærilega drenglyndur og umhyggju-
samur.
Snemma á sunnudagsmorguninn kom Ingvar (Ólafs-
son) til mín og sagði mér, að nú mætti eg ekki sofa
lengur, því nú væri verk fyrir hendi að vinna. Klæddi eg
mig í flýti, neytti morgunverðar, fórum við svo út að
•ganga, á dýrðlegum sólskins degi, og settum stefnu á
Seymour House; en þar bjóst Ingvar við að finna mann-
inn, sem að hann hafði augastað á að myndi gefa mér
atvinnu og sagðist treysta bezt allra manna fyrir mér.
1 biðsal á Seymour House mættum við gömlum og
góðum íslendingi, Stefáni smið Jónssyni, frá Jónsnesi í
Mikley, einkennilegum og heilsteyptum manni,- eklheit-
um fjörmanni er var heppinn í tilsvörúm; þekkti Ingvar
hann; en spurði þegar eftir Kjartani skipstjóra syni
hans. Stefán sagði, að lians væri von á hverri stundu, og
þyrfti hann á góðum og vönum liðsmanni að halda á
hönd farandi vertíð. Tók þá Ingvar að segja Stefáni frá
móðurfrændum mínum, hversu liðtækir og úthaldsgóðir
að þeir hefðu verið; og sér segði svo hugur um, að þessi
frændi þeirra, sem hér væri með sér, væri náungi sem