Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 37
ALMANAK 37
University með B.A. menntastigi í jaiðfræði og sagn-
fræði; 2. Alexander, 3. Raymond, 4. Kenneth, 5. Myrna,
öll heima.
Ólafur hefir tekið sinn þátt í sveitarmálum og átt sæti
í skólaráði árum saman; hann var einnig á sínum tíma
kunnur “curler” og stóð framarlega í þeirri íþrótt fram
eftir árum. Hann lést á sjúkrahúsi í Regina 21. nóv. 1952.
Einar Olson, bróðir Ólafs, kom samtímis til Spv Hill
1903, nam þar land og átti þar síðan jafnan lieima, eins
og að ofan getur, en lninn dó 1943. Kona Einars var Guð-
mundína Benson frá Churchbridge. Börn þeirra eru: Jón-
ína (Mrs. S. Kirbv), Abottsford, B.C., eiga eina dóttur
Muriel að nafni; 2. Ella (Mrs. J. MacDonald), Winnipeg;
3. Eggert, heima, ókvæntur; 4. Martin, kvæntur, búsettur
í Winnipeg, eiga tvö börn.
Guðný Johnson, fædd í Réykjavík, en kom til Winni-
peg 1902. Foreldrar: Guðmundur Jóhannesson, af Norð-
nrlandi, og Sigríður Ólafsdóttir, af Akranesi. Guðnv var
fyrst í Winnipeg nokkur ár, en fluttist síðan til Spv Hill
og staðfestist þar; hún varð bústvra hjá Einari Olson
eftir að kona hans dó og hefir gengið börnum hans í
móðurstað.
Elías Olson, bróðir þeirra Ólafs og Einars, var áður
búséttur í Spy Hill, en á nú heima í Edmonton; hann er
kvæntur Mörthu Ingimarsson frá Tantallon.
Engir tslendingar voru fyrir í Spy Hill, er þeir Olson-
bræður komu þangað, en Ólafur Árnason Austmann kom
þangað samtímis. Hann var úr Mjóafirði eystra, kom
vestur um haf 1888, var landnámsmaður í Þingvalla-
byggð, seinna um nokkur ár í Silver Creek, og síðan í
Russel, Man. Kona hans var Geirlaug Jónsdóttir, einnig
af Austurlandi (Sjá. um þau landnámsþætti Þingvalla-
byggðar).
Olgeir Austmann er fæddur á Mjóafirði, en fluttist
barnungur vestur um haf með foreldrum sínum, Ólafi og