Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Qupperneq 39
ALMANAK 39
Mrs. William Perrin (Martha Reykjalín), dóttir Snorra
Reykjalín í Churchbridge (Sjá Landnámsþætti Þingvalla-
byggðar). Maður Mörthu er járnbrautarstarfsmaður og
hafa þau átt heima í Spy Hill í nærri 30 ár. Börn þeirra
eru: 1. Wilma (Mrs. William Hertline frá Langenburg),
námuvinnumaður; þau eru búsett í Sudbury, Ontario, og
eiga þrjú börn; 2. María (Mrs. William Clements), éinnig
gift hérlendum mánni, Esterhazy, Sask.; 3. Leona Krist-
björg (Mrs. Jolm Salkeld), Gerald, Sask., eiga eina dóttur;
4. John Lawrence, 5. Edna Sigurveig, 6. Bryan, öll heima.
Sigurður Magnússon. Foreldrar: Jóhannes Magnússon
og Halldóra Einarsdóttir (Um þau sjá Pembinaþátt Þor-
skabíts hér í Almanakinu). Sigurður er fæddur í Pembina
29. nóvember 1884, en fluttist með föður sínum og stjúpu
til Tantallon aldamótaárið; gerðist þar seinna landnáms-
maður og átti þar heima þangað til hann settist að í
grennd við Spv Hill fyrir nokkrum árum. Kona lians er
Pálína Kristín Gottfred. Foreldrar: Jóhann Gottfred og
Sigurborg Pálsdóttir (systir konu Eyjólfs á Eyjólfsstöð-
um). Kom Sigurborg \'estur í stóra hópnum 1876, og var
í Nýja-lslandi fvrstu árin, meðal annars bóluárið örlaga-
ríka. Pálína er fædd í Winnipeg, en fluttist með foreldr-
um sínum til Argyle, en síðar til Pipestone-byggðarinnar
í Manitoba; nam Jóhannes faðir hennar þar land og dó
þar snemma á árum (1898).
Þau Sigurður og Pálína giftust 1907 og hafa síðan
verið búsett í Tantallon og við Spy Hill, eins og fyrr segir.
Börn þeirra eru: 1. Jóhann Ólafur, Tantallon, kvæntur
hérlendri konu; 2. Sigurbjörn Jóhannes. Tantallon, einnig
kvæntur hérlendri konu, eiga eina dóttur; 3. Páll, Tantal-
lon, sem og er kvæntur konu af hérlendum ættuin, og eiga
þau tvö börn, pilt og stúlku, er heita Herbert Gerrv og
Sandra Paulette. Fjórða soninn, Lárus Guðmund, misstu
þau Sigurður og Pálína, er hann var á æskuskeiði (13 ára
að aldri).