Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 44
44 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
mundsdóttir frá Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði. Þau Björn og
Guðlaug giftust í Breiðdal 1895; komu af Islandi 1901.
fluttust þá í núverandi Geraldbyggð, og námu þar land
og bjuggu þar síðan. Björn dó 1921, en Guðlaug bjó fram
á allra síðustu ár með Jóhanni syni sínum á landnáms-
jörðirini, en nú á hún heima hjá dóttur sinni í Langenburg
og Jóhann er búsettur í Geraldbæ.
Börn þeirra Björns og Guðlaugar eru sem hér segir:
1. Kristbjörg (Mrs. J. Reykjalín), kénnslukona í Langen-
burg, og eru þau hjón barnlaus; kenndi Kristbjörg fyrst í
grennd við Spy Hill í 9 ár, þaðan fluttist hún til Esterhazy
og kenndi þar í 13 ár, síðan til Langenburg og hefir kennt
í bæjarskólanum þar 4 árin undanfarin. 1 önnur 6 ár hafði
hún kennt á ýmsum stöðum, en aðeins skamman tíma á
hverjum stað; 2. Jóhann, ókvæntur, bjó til skamms tíma,
eins og að ofan getur, með móður sinni á föðurleifð sinni;
3. Páll (d. 6. september 1951), bjó einnig á landnáms-
jörðinni, kvæntur enskri konu, Doris Murray, og eignuð-
ust þau tvö börn, dreng og stúlku.
Framh.