Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Qupperneq 48
48 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
það. Neyðin kenndi mér að smíða mína eigin báta; aðrir
vildn fá samslags báta, svo bátasmiður varð eg upp úr
því. Músasmíði tók eg upp 1908, og var formaður á 10
húsum 1909 fyrir hérlent félag; áttatíu og fimm (85) hús
byggði eg í Winnipeg til 1932.” A öðrum stað segir hann
frá því, að hann hafi byggt sér kofa norður með Winni-
pegvatni, 24 mílur norður af Islendingafljóti, stundað þar
bæði fisk- og dýraveiðar. Móðir hans var þar eitthvað
með honum; var þetta 1895. Er hér frásögn hans:—
“Um vorið hafði eg keypt fyrirlestur séra Jóns Bjarna-
sonar, “Island að blása upp”. Mörgum varð illa til séra
Jóns fyrir þennan fyrirlestur og álitu, að prestur úthúðaði
Islandi með þessu. Eg las fyrirlesturinn upphátt fvrir
móður mína. Að loknum lestri spurði eg hana hvaða dóm
hún legði á fyrirlesturinn. Hún stóð á miðju gólfi, augu
hennar tindruðu sem stjörnur í heiðskíru lofti, einbeitt
en gremjublandin göfugmennska skein úr andliti hennar;
hún var ekki fríð kona, en hún var tíguleg. Eg dáðist að
henni meir í þetta skipti en nokkru sinni áður; þessari
mynd af móður minni gleymi eg aldrei. Hún tók til máls
og ^agði: “Séra Jón Bjarnason segir satt, og á stórar þakkir
skilið fyrir að reyna að vekja þjóð sína til alvarlegra
framkvæmda. Guð blessi prestinn fvrir hans mannúðartil-
raún að vekja fólk vort.”
Þetta at\ ik mun hafa átt stóran þátt í ]iví, að Björn
beitti sér svo vel fyrir skógræktarmálum. Hann bar skóg-
ræktárhugsunina í hug og hjarta árum saman; hann þráði
að sjá Island skógi klættog hann þráði að leggja því máli
sitt liezta fulltingi. Fögur hugsjón, og þessvegna leitaði
hann fulltingis ,hjá höfuðsmönnum Þjóðræknisfélagsins
og gekk fram fyrir þingheim allan og skoraði á félagið að
hefjasthanda með það, aðhjálpa til að klæða ísland skógi
milli fjalls og fjöru. Ekki varð neitt úr framkvæmdum; má
vera, að Björn liafi ekki farið réttar le.iðir, um það má
deila. En tilgangurinn var hinn sami. Björn vildi berjast