Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Side 49
ALMANAK 49
á móti því, að ísland héldi áfram að “blása upp”. Hann
taldi það skyldurækni við aldraða móður, að Vestur-lslend-
ingar gengju fram sem forvstumenn í skógræktarmálinu.
Og þrátt fyrir allt, hafði viðleitni hans óbein áhrif, það
herti á heima þjóðinni á þessum vettvangi, og nú er því
máli vel borgið. Island verður sem að fornu klætt skógi
milli fjalls og fjöru eftir nokkra áratugi, eftir því sem nú
horfir við. Björn mun hafa sent heim eittlivað af fræi, og
hafði bréfaskipti við ýmsa á ættjörðinni, sem stóðu fram-
arlega í skógræktannálinu, og hvatti þá til framkvæmda.
Skógræktarfélag Islands var stofnað 1930, og hefir
unnið feikna starf. Þjóðin er nú einróma á bak við þá
starfsemi, og á rúmum tuttugu árum hafa fjöldi af skóg-
ræktarfélögum verið stofnuð víða um landið. 1 Ársriti
Skógræktarfélags Islands 1950 er ritgjörð “Skógræktar-
félag Islands 20 ára”, og á bls 25 er eftirfylgjandi máls-
grein:—
“Þess ber að geta, að Vestur-Islendingur einn Björn
Magnússon að nafni hafði brennandi áhuga fyrir skóg-
rækt á Islandi. Hafði hann ritað ýmsar greinar um þetta
í blöð, og skrifað ýmsum málsmetandi mönnum um hugð-
arefni sitt. Björn var fátækur veiðimaður eftir að hann
fluttist vestur uin haf; lagði hann því litla fjármuni af
mörkum til skógræktar, en með áhrifum sínum ýtti hann
við ýmsum, og mér er ekki grunlaust um, að starf hans
hafi flýtt fyrir stofnun Skógræktarfélags Islands.”
Björn var æfintýramaður, hugðarefni hans voru dvra-
og fiskiveiðar og málmleit, gullsýki greip hann 1898 og
afréð hann að fara til Klondike; gekk hann slyppur frá
því, sem hann hafði, en til Klondike fór hann aldrei; for-
lögin leiddu hann austur, gull fann hann lítið, en á þeirri
reisu kynntist hann konunni, og telur það sitt mesta happ,
góð kona er gulli dýrmætari.
Björn hefir ekki “flotið sofandi að feigðarósi”. Nei,
hann hefir oft átt í vök að verjast í lífsbaráttunni; hann