Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Síða 50
50
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
hefir oft staðið í straumnum þar sem hann hefir verið
harðastur, en hann liefir verið tregur til að gefast upp, á
hvaða vettvangi, sem hann liefir verið. Kona 'hans hefir
oft átt við heilsuleysi að stríða. Tólf sinnum farið undir
svefnmeðal og firnrn hættulega uppskurði, og hefir það
verið æði kostnaðarsamt, en þrátt fyrir það hefir hún um
æfina verið honum mesta hjálparhella.
Björn er ekki skólagenginn, hann hafði litla völ á því
í æsku að ganga á skóla, eins og margir af þeim Islend-
ingum, sem nú eru að komast á elliár. En hann hefir lært
í skóla lífsins. Hann telur, að hann hafi að meiru eða
minna leyti stundað veiðimennsku og annað æfintýralíf í
40 vetur í skógum og eyðibyggðum Norður-Canada. Kal-
lar liann sig iðidega skógarmann, og mun joað réttmæli,
þó hann væri ekki það í sömu merkingu sem skógarmenn-
irnir á Islandi í fornöld; bendir það nafn á það, að skógar
voru á Fróni til forna. Vér höfum kallað Björn, Skógar-
Björn, síðan hann beitti sér fyrir, og barðist svo vel fyrir
skógarmálinu fræga, og teljum vér jrað virðingarheiti.
Margvíslegum æfintýrum lenti Björn í í óbyggðum Norð-
ursins, og var stundum afar skammt milli lífs og dauða.
Hann kunni vel að mæta kulda og klaka vetrarins, og lét
ekki allt fyrir brjósti brenna; lá hann oft úti um nætur án
þess að æðrast eða skaðast. Hann veitti athygli dýralífi
Norðursins og varð þar margs vísari, sem kom honum að
góðu haldi á ferðum hans. Skóginum veitti hann góða
eftirtekt, og fræddist um dýra- og skógarlíf af lesti i góðra
bóka, sem hann lagði mikla rækt við. Hann las einnig rit
um jarðfræði og fekkst við málmleit og vann eitthvað í
námum. Björn sökkti sér mjög niður í það að kvnna sér
skógrækt, og var í jiví vakinn og sofinn, og alltaf efst á
baugi í huganum sterk löngun að geta á jieim vettvangi
orðið ættjörð sinni að liði.
Árið 1912 segir Björn, að hann hafi dreymt föður sinn,
og segir hann við hann í svefninum: “Þú hugsar mikið um