Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 55
Til Skúla Hrútfjörð
er hann var að hverfa heim að loknum störfum
á íslandi 22. október 1952
Eftir Árna G. Eylands
Til állia landa, er vinna og byggja vestur í Minnesota,
þú vinarkveðjur bera skalt frá þeirra feðrajörð,
þú getur sagt þeim frá, að þar sé grænt á milli grjóta
og grasið þétt í túnunum um Dali og Hrútafjörð.
Þú getur sagt þeim frá, að hér sé ylur enn í jörðu
og undir niðri í hjörtunum, ef vel er að því gáð.
Þó börn sín verði landið oft að láta kenna á hörðu,
það lætur hraustum sonum í té mörg bjargarráð.
Og ennþá raula mæður og muna gömul kvæði,
og minningarnar tala við vöggu á hverjum bæ.
Með fornum orðum ræða menn um ný og nytsöm fræði
og nema boðorð þeirra við störf á landi og sæ.
Já, berðu öllum kveðju frá okkar frónsku fjöllum
og fólkinu, sem byggir þetta land á norðurslóð.
Við tökum glöðum huga í hendina á þeim öllum,
sem hingað rekja ættir og muna land og þjóð.
Árni G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík, er
lesendum Almanaksins að góðu kunnur af kvæðum eftir
hann, sem áður hafa komið hér í ritinu. Margir Islend-
ingar vestan hafs minnast hans einnig með hlýjum huga