Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 60
60 ÓLAFUR S. TMORGEIRSSON:
nýjum og sterkari manni. — Nú er eg rétt 38 ára gamall,
afmælið mitt var þann 24. maí. Eg er bara liissa vfir því,
að eg skuli vera kominn á þennan aldur þrátt fvrir alla
vesældina og volæðið. Reyndar er starfið ekki stórt, sem
eg hefi afkastað öll þessi ár. En eg segi, eins og hinn
heimsfrægi franski stjórnmálamaður Sieves, þegar hann
kom úr útlegðinni og var spurður, livað hann hefði verið
að gera allan þann tíma: “Eg hefi lifað,” sagði Sieyes.
“Og eg hefi lifað,” segi eg, “lifað í 38 ár.” Og þegar allt
kemur í eitt, þá er það ekki svo lítið starf. Mér þykir vís-
an, sem þií sendir mér, sérlega falleg. Það er málverk
með sterkum litum og myndin er skír og hrein.
Eg geri ekkert í þá átt (að yrkja). “Eg get ekkert ann-
að en alltaf verið að hugsa,” sagði fuglinn í fallegu sög-
unni hans Beechers; en hann gat ekki sungið, auminginn.
Eins er það fyrir mér; eg get lmgsað efnið í ótal kvæði.
en eg get ekki ort þau. Eg hefi heldur aldrei verið neitt
ljóðskáld, þó eg hafi við og við slegið saman fáeinar vísur.
Og allt finnst mér það stirt og skothent, sem eg hefi
kveðið.
Vel stóðu vestur-íslenzku stúdentarnir sig við vorpróf-
ið. Þú hefur lesið um það allt í íslenzku blöðunum. Er
það ekki merkilegt, að flestir þeirra, sem hæstu verð-
launin hlutu, skulu vera frá Nýja fslandi og hafa fengið
þar undirstöðu menntunar sinnar, eins og t.d.: Þorbergur
(Thorvaklson), Hjörtur Leó, Guttormur (Guttormsson,
síðar prestur), Árni Stefánsson, og Jóhannes Pálson (síðar
læknir), og fl. Og víst má líka telja Runólf Féldsteð frá
Nýja fslandi, því hann var þar í mörg ár og gekk þar á
skóla.
Mér þótti vænt um að sjá kaflann, sem þú skrifaðir
upp úr “Sunnanfara”. Eg man ekki til, að eg hafi séð
hann fyrr. Eg keypti 1. ár þess blaðs, en aldrei meira.
En eg las þó marga síðari árganga þess. — Eg sá grein
nýlega í “Munsey’s Magazine” um H. C. Andersen; þar