Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 71
Þrjú kvæði
Etfir Eyjólf S. Guðmundsson
TIL ÆTTLANDSINS
Að heimsækja þig, ættjörð, einu sinni
þá óraleið ég kem um höfin blá.
Það er sem heitan ástaryl ég finni
mín anda til, er nálgast þig ég má.
Þar þrái’ eg búa, er eyddi eg æsku minni,
og aldrei helzt að hverfa þaðan frá.
Svo ljúft mér væri um þig eina ljóða,
mín ættjörð þráða,, fagra og megin góða.
Mín ættjörð kær, því ei ég gleymi heldur,
þó örðugt reyndíst margt á fyrri tíð,
að hjá þér bjártast brann minn lífsins eldur,
þann blossa kæfir engin vetiarhríð.
Þótt verði um æfi öðru landi seldur,
þá á ég hjá þér draumalöndin fríð,
og þar er líka yndislegt að una
og eftir mörgu sæluríku að muna.
Nú mun ég dveljá stutta stundu hjá þér,
um stöðvar minnár æskn kveða ljóð.
Eg kysi helzt að fara aldrei frá þér,
og fá að syngja þér minn dýrsta óð.
Ó, kvæðagyðja, liðsemd þína ljá mér,
svo ljóð mín verði bæði sönn og góð;
og leyf mér draga mynd svo megin fríða,
sem mætti geymast fram til nýrri tíða.