Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 74
74 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
heilir ljóðaflokkar af ýmsu tagi. Hinsvegar bera kvæði
þau, sem hér eru birt, fagurt \htni ættjarðarást hans. er
hann sýndi eftirminnilega í verki með því að ánafna skóla
heima í átthögum sínum hið prýðiléga bókasafn sitt;
dýraást hans, er lýsti sér fagurlega í vel sömdum og hug-
þekkum dýrasögum hans; og ást hans á hinni ytri nátt-
úrau, er var djúpstæður þáttur í fari hans, eins og fram
kemur í bréfum Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar til hans.
sem að framan eru prentuð.
R. Beck
Leiðrétting
Nokkrai' prentvillur höfðu, því miður, slæðst inn i
Almanak síðasta árs, en flestar þó þannig vaxnar, að auð-
velt er að lesa í málið; þess er þó skylt að geta, að fyrir-
sögnin á prýðilegri grein séra Sigurðar Ólafssonar á að
vera: “Laus blöð úr gamalli minnisbók”; hafði “minnis”
fallið úr í vélsetningu, og er höfundur beðinn velvirð-
ingar á þeim mistökum.
R. Beck