Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Side 75
Helztu viðburðir
Meðal Islendinga í Vesturheimi
- 1951 -
29. nóv.—Sextíu ára afmælis Norðurlandamáladeildar
ríkisháskólans í Norður-Dakota minnst með veglegu og
fjölmennu hátíðahaldi í háskólanum. Hefir margt náms-
fólk af íslenzkum ættum stundað nám í deildinni, og síðan
haustið 1929 hefir dr. Richard Beck gegnt prófessors-
embætti í norrænum fræðum við háskólann og verið
formaður deildarinnar.
6. des,—Átti Jón Gíslason, í Minneota, Minn., áttræðis-
afmæli. Hann er sonur Björns Gíslasonar dannebrogs-
manns á Hauksstöðum í Vopnafirði, fluttist á barnsaldri
vestur um haf og hefir átt heima í grennd við Minneota
í 73 ár. Forystumaður í sveitarmálum og var þingmaður
Lyon County kjördæmis í neði i deild ríkisþingsins í Min-
nesota í átta ár samfleytt.
20. des.—Lauk Charles Árnason frá St. Paul lögfræði-
prófi við ríkisháskólann í Minnesota; hann er fæddur í
Minneota, Minn., sonur þeirra hjónanna Christians Árna-
sonar, bankastjóra (látinn) og Margrétar (Guðjónsdóttur
ísfeld) Árnason, bæði af þingeyzkum ættum. — Samdæg-
urs lauk Guðmundur Friðriksson frá Borganesi prófi við
sama háskóla í rafmagns-verkfræði.
- 1952 -
Jan,—J. Ragnar Johnson, Q.C., lögfræðingur í Toron-
to, Ont. kosinn í bæjarráð borgarinnar. (Um ætt hans,