Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 77
ALMANAK
77
aðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Argentínu.
Apríl—Afhenti F. K. Frederick, vara-ræðismaður Is-
lands í Seattle, Andrew Daníelsson, fyrrum ríkisþing-
manni í Blaine, Wash., riddarakross hinnar íslenzku
Fálkaorðu, er forseti íslands hafði sæmt hann, en hann er
kunnur athafnamaður og hefir áratugum saman verið
forystumaður í þjóðræknis- og kirkjumálum landa sinna á
sínum slóðum. (Um hann, sjá grein í Alm. Ó.S.Th., 1944.)
Apríl—Islenzk blöð skýra frá því, að dr. Helgi John-
son, forseti jarðfræðideildarinnar við Rutgers-háskólann
í New Jersey, dvelji um þær mundir á Islandi sem fyrir-
liði amerískra verkfræðinga, er starfa að mælingum austur
í Rangárvallasýslu. Hann er sonur Gísla Jónssonar, rit-
stjóra í Winnipeg, og Guðrúnar H. Finnsdóttur skáld-
konu, sem látin er fyrir nokkrum árum.
Maí—Tilkvnnt, að Menntamálaráðið í Reykjavík hafi
veitt dr. Tryggva J. Oleson, prófessor í sagnfræði við
Manitoba-háskóki, fjárstyrk til sagnfræðilegra rannsókna.
Maí—A læknaþingi Norður Dakota ríkis, sem haldið
var í Fargo í þeim mánuði, var dr. Ólafur W. Johnson,
Rugby, N. Dak., kjörinn forseti læknafélags ríkisins; jafn-
framt er hann formaður nefndar þeirrar, sem umsjón
hefir með læknaprófnm í ríkinu; hann hefir einnig árum
saman tekið mikinn þátt í starfi Frímúrarreglu ríkisins og
skipar sem stendur æðsta sess hennar. Hann er fæddur
og uppalinn í Upham, N. Dak., sonur landnámshjónanna
Guðbjartar Jónssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur, sem bæði
eru látin.
Maí—Dr. Sveinbjörn S. Björnson (sonur þeirra hjón-
anna Dr. Sveins E. Björnson skálds og Marju Björnson,
Miniota, Man.) hlvtur þrjú þúsund dollara styrk til fram-
haldsnáms í læknavísindum við Harvard-háskóla í Band-
aríkjunum.
Maí—Paul Bardal, útfararstjóri og fylkisþingmaður í