Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 79
ALMANAK
79
Nora Jean Thorvaldson.
Bachelor of Science (General Course):
Arthur Allan Árnason.
Bachelor of Scienee in Pharmacy:
Swen Johan Tergesen.
Bachelor of Interior Design:
Pauline Linda Hallson.
Bachelor of Social Work:
Margaret Evelyn Goodman, B.A.
Claire Margaret Lillington, B.A.
Diploma in Agriculture:
Raymond Lawrence Sigurdson.
Wilhehnina Jónsson Mabb hlaut heiðurspening há-
skólans i silfri, en hafði áður unnið þrenn námsverðlaun
háskólans, og á sér því að baki glæsilegan námsferil. Hún
er dóttir Gísla Jónssonar frá Hólshjáleigu í Norður-Múla-
sýslu og Þóru konu hans frá Útey í Laugardal, en þau
voru um langt skeið búsett að Gimli.
25. maí—Fór fram hátíðleg og fjölmenn kirkjuvígsla í
Cavalier, N. Dak.; séra Egill H. Fáfnis, forseti Lúterska
kirkjufélagsins, framkvæmdi vígsluna, með aðstoð þeirra
séra Valdimars J. Eylands, varaforseta félagsins, og Stef-
áns Guttormsson, cand. theol., sem kjörinn hafði verið
prestur hins unga safnaðar í Cavalier.
2.-4. júní—Þrítugasta og þriðja ársþing Þjóðræknis-
félags Islendinga í Vesturheimi haldið í Winnipeg við
góða þátttöku. Aðalræðumenn á opinberum samkomum
þingsins voru séra Friðrik A. Friðriksson, prófastur á
Húsavík, dr. Richard Beck, og séra Valdimar J. Eylands,
er kosinn var forseti félagsins í stað séra Philips M. Pét-
ursson; litln síðar endurkaus félagsstjórnin Gísla Jónsson
fyrrv. prentsmiðjustjóra sem ritstjóra “Tímarits” félagsins.
Júní—Ásmundur P. Jóhannsson, byggingarmeistari í