Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 80
80
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Winnipeg, endurkosinn til tveggja ára í framkvæmdar-
nefnd Eimskipafélags Islands A aðálfundi þess í R’vík.
Júní—Dr. A. H. S. Gillson, forseti Manitobaháskóla,
tilkynnir, að Alþingi Islands hafi veitt fjárupphæð, er
nemur 20 þúsund dollurum, til kennarastólsins í íslenzk-
um fræðum við háskólann.
Júní—Fyrri hlut þess mánaðar, og fyrir mánaðamótin,
heimsótti séra Friðrik A. Friðriksson prófastur, fyrrum
prestur sambandssafnaða vestan hafs, landa sína og hina
gömlu söfnuði sína í Winnipeg, Wynyard og á Vestur-
ströndinni, prédikaði við íslenzkar guðsþjónustur og flutti
ræður á samkomum, og þótti hvarvetna hinn bezti gestur.
Júní—Um þær mundir lauk John Wilroy Hafliðason
(sonur þeirra Jóns og Guðrúnar Hafliðason í Winnipeg)
prófi í verkfræði (Chemical Engineering) við McGill há-
skólann í Montreal með fyrstu ágætiseinkunn.
6. -8. júní—Tuttugasta og áttunda ársþing Bandalags
lúterskra kvenna haldið á Gimli, Man. Mrs. Guðrún Er-
lendson, Árborg, Man., kosin forseti í stað Mrs. Fjólu
Grey, Winnipeg.
7. júní—Áttu landnámshjónin Kristján G. Kristjánsson
og Svanfríður Jónsdóttir í Eyford-byggðinni íslenzku í
Norður-Dakota 75 ára hjúskapar afmæli; var þeirra fá-
gætu tímamóta að vonum minnst með verðugum hætti;
meðal annars barst þeim hjónum hlvtt og faguryrt heilla-
óskabréf frá herra Harry S. Truman, forseta Bandaríkj.
Júní—Um það leyti lauk Jóhann V. Johnson (sonur
þeirra Mr. og Mrs. J. B. Johnson á Gimli, Man.) prófi i
dýralækningum við Toronto háskóla með ágætiseinkunn.
10. júní—Brautskráðust þessir nemendur af íslenzk-
um ættum af ríkisháskólanum í N. Dakota (Universitv of
North Dakota);
Bachelor ol Laws:
Albert Frederick Árnason, Grand Forks, N. Dak.
Ásmundur Sveinn Benson, Upham, N. Dak.