Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Side 83
ALMANAK
83
Washington, og daginn eftir að Gimli, Man.
17. ágúst—Átti Gunnar B. Björnsson, skattstjóri og
fyrrum ritstjóri, í Minneapolis, áttræðisafmæli; er hann
löngu víðkunnur fyrir frábæra ritstjórnarhæfileika, mæl-
sku, og fyrir afskipti sín af opinberum málum.
22. ágúst—Efndi frú Anna Ásmundsdóttir Torfason
frá Reykjavík til sýningar á íslenzkum handiðnaðiíFvrstu
lútersku kirkju í Winnipeg, við góða aðsókn; en frúin
hafði áður ferðast víða um Bandaríkin og svnt íslenzkan
handiðnað við hinar beztu viðtökur.
Sept.—Blaðafrétt skýrir frá því, að Raymond H. Beck,
B.Sc. (sonur þeirra Jóhanns Th. Beck prentsmiðjustjóra
og Svanhvítar konu hans í Winnipeg), hafi lagt af stað til
Lundúna í byrjun þess mánaðar, til tveggja ára fram-
haldsnáms í rafmagnsverkfræði, en honum var stuttu áð-
ur veittur Athlöne-námsstyrkurinn svo nefndi, er nemur
umþrjú þúsund dollurum. Hann lauk námivið Manitoba-
háskólann 1947 og liefir síðan verið í þjónustu Canadian
National járnbrautarfélagsins í Toronto.
13. sept—Tuttugasta og sjötta ársþing Sambands kven-
félaga Sameinaða Kirkjufélagsins haldið í Winnipeg.
Mrs. A. McDowell, Winnipeg, kosin forseti í stað Mrs.
H. von Renesse, Arborg, Man.
14. sept.—Við hátíðlega guðsþjónustu í Sambands-
kirkjunni í Winnipeg var skrúðhús kirkjunnar helgað
minningu dr. Rögnvaldar Pétursson. Flutti prestur safn-
aðarins, séra Phillip M. Pétursson, minningarræðn um dr.
Rögnvald og starf hans við það tækifæri, ennfremur flutti
ávarpsorð Miss Guðbjörg Sigurðsson, forseti kvenfélags
kirkjunnar, er staðið hafði straum af fjársöfnunni varð-
andi útbúnað skrúðhússins.
17. sept,—Varð Páll S. Pálsson skáld sjötugur; auk
skáldskaparms, er hann kuunur fyrir þáttöku sína í ís-
lenzkum félagsmálum, bæði þjóðræknis- og kirkjumálum.
Sept,—Síðari hluta þess mánaðar hófst kennsla í ís-