Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Qupperneq 97
ALMANAK 97
uni í Geysisbyggð í Nýja-Islandi. Fæddur að Dæli í Svarfað-
ardal í Eyjafarðarsýslu 2. febr. 1880. Foreldrar: Sigfús Jóns-
son frá Þverá í Svarfaðardal og Björg Jónsdóttir frá Þverá í
Skiðadal. Kom vestur uni haf með foreldrum sínum til Nýja-
íslands 1883.
16. Bergvin Vilhjálmur Johnson, að heimili sínu í Winnipeg, Man.
Fæddur að Syðri-Tungu við Húsavík 14. ágúst 1872. Kom til
Canada aldamótaárið og bjó fram til ársins 1947 í Pipestone
byggðinni í Manitoba.
26. Margrét Sigfússon, ekkja Sigurðar Sigfússonar (d. 1949),
á Lundar, Man. Fædd 2. júlí 1862 í Hvammi i Svartárdal í
Húnavatnssýslu. Foreldrar: Illugi Jónasson frá Gili í Svartár-
dal og Ingibjörg Ólafsdóttir Björnssonar á Auðólfsstöðum í
Langadal systir séra Arnljóts Ólafssonar. Flutti vestur um haf
með manni sinum aldamótaárið, og áttu frá því 1906 heima í
Oak View, Man.
25. Ármann Björnsson smiður, að heimili sinu i Vancouver, B.C.
Fæddur að Grænhóli í Kræklingahlíð við Eyjafjörð 15. nóv.
1886. Foreldrar: Björn Jónsson, ættaður úr Fljótum í Skaga-
fjarðarsýslu, og Steinvör Vilhelmína Hjálmarsdóttir Finnboga-
sonar í Breiðuvík á Tjörnesi. Kom vestur um haf 1913, bú-
settur allmörg ár í Winnipegosis, Man., en síðasta áratug í
Vancouver. Kunnur fyrir skáldskap sinn og önnur ritstörf.
28. Sveinbjörn Teitur Hördal smiður, að heimili sonar síns og
tengdadóttur í Riverton, Man. Fæddur í Hörðudal í Dala-
sýslu 4. febr. 1876, sonur Teits Jónssonar og Ásu Tómasdóttur.
Kom til Canada 1895, búsettur i Winnipeg framan af árum,
en siðan 1920 í Riverton.
28. Paul Halldórsson, lögfræðingur og bankastarfsmaður, í Bis-
marck, N. Dak., áttræður að aldri. Kom með foreldrum sinum,
Eiríki og Guðrúnu Halldórsson frá Egilsstöðum á Völlum,
vestur urn haf 1889, og settust þau að i grennd við Ilensel,
N. Dak. Hann stundaði laganám á ríkisháskólanum i N. Dak.
30. Elias Þorsteinn Ólafsson frá Gimli, Man., á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg, Man. Fæddur á Tálknafirði, sonur Elías-
ar Ólafssonar og fyrri konu lians. Kom til Vesturheims 1903.
1 apríl—Gisli Bíldfell, í Foam Lake, Sask., 87 ára að aldri. Frá
Bíldsfelli í Grafningi; albróðir Jóns J. Bíldfells ritstjóra.
JÚNl 1952
2. Helga Sigríður Skagfjörð, ekkja Jóns Jónssonar Skagfjörð (d.
1911), að heimili sínu i Selkirk, Man. Fædd að Brekkukoti í
Óslandshlíð á Höfðaströnd í Skagafjarðarsýslu 25. júlí 1864.
Foreldrar: Pétur Guðmundsson og Hólmfríður Jónsdóttir.
Kom til Canada með manni sínum 1904.
3. Þorsteinn Marinó Vigfússon bóndi frá Steep Rock, Man., á
sjúkrahúsi i Winnipeg, Man., 54 ára að aldri. Foreldrar: Þór-