Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Side 100
100 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Man., 89 ára. Kom vestur um haf til Canada fyrir 70 árum.
22. Gunnar G. Paulson, landnámsmaður í Swan River, Man., og
einn af frumherjum þeirrar byggðar, á sjúkrahúsi í Rrandon,
Man. Fæddur 20. febr. 1877 í Flögu í Þistilfirði Norður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Gottskálk Pálsson Magnússonar
(Hlaupa-Manga) og Þóra Jónsdóttir frá Hvarfi, í Bárðardal.
Fluttist vestur um haf með foreldrum sínum 1887 og til Swan
River 1899.
23. Sigurður Sigurðsson, bóndi frá Swan River, Man., á sjúkra-
húsi í St. Boniface, Man., 75 ára að aldri.
28. Jón Klemensson, að heimili sínu í Silver Bay, Man., háaldrað-
ur. Fæddur á Sigríðarstöðum í Köldukinn. Foreldrar: Klem-
ens Jónsson og Sigríður Pétursdóttir. Fluttist til Canada 1905
og til Silver Bay 1915.
29. Sigurður Finnsson, landnámsmaður í Víðines-byggð í Nýja-
íslandi, að heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Árborg,
Man. Fæddur í Mekley, Man., 28. júlí 1880. Foreldrar: Kris-
tján Finnsson og Sigriður Halldórsdóttir Friðrikssonar Reykj-
alín, prests og prófasts á Stað á Reykjanesi.
ÁGÚST 1952
2. Rannveig Schmidt, í San Francisco, Calif, Fædd 10. febr.
1892. Foreldrar: Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðjustjóri og
fyrri kona hans Sigríður Jónsdóttir. Hafði dvalið langvistum
vestan hafs og var kunn fyrir ritstörf sín beggja megin hafsins.
8. Ásvaldur Sigurðsson Hall, á sjúkrahúsi í Wynyard, Sask.
Fæddur á Hringveri í Viðvíkursveit í Skagafjarðarsýslu 21.
júlí 1891. Foreldrar: Sigurður Hallsson og Guðrún Jónsdóttir.
Kom vestur um haf 1913 og hafði verið búsettur í Wynyard
síðan 1915.
11. Hannes O. Jónasson, á heimili systur sinnar í Árborg, Man.,
78 ára gamall.
15. Aðalbjörg Halldóra Jóhannesson, í Selkirk, Man. Fædd að
Meiðavöllum í Kelduhverfi í Suður-Þingeyjarsýslu 12. febr.
1874. Foreldrar: Jóhannes Einarsson og Þóra Einarsdóttir, er
síðar fluttu til Vopnafjarðar. Kom vestur um haf 1893 og hafði
lengst af átt heima í Selkirk.
19. Jón Ingi Einarsson, að heimili sinu i Winnipeg, Man. Fæddur
að Gili i Öxnadal í Eyjafjarðarsýslu 30. maí 1864. Um langt
skeið í þjónustu Canadian Pacific járnbrautarfélagsins.
25. Kristín Anna Kiesman, á sjúkrahæli í St. Vital, Man. Fædd í
Hecla (Mikley), Man., 14 jan. 1921. Foreldrar: Gestur Páls-
son (Jakobssonar, er bjó í Steinnesi í Mikley) og Anna Boga-
dóttir Sigurgeirssonar prests á Grund í Eyjafirði.
26. Lilja Rögnvaldsdóttir Oliver, ekkja Alberts Oliver að Brú í
Argyle-byggð (d. 1929), á sjúkrahúsinu í St. Boniface, Man.
Fædd 10. sept. 1869 í Hólakoti á Reykjaströnd í Skagafjarðar-