Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Síða 101
ALMANAK
101
sýslu. Foreldrar: Rögnvaldur Jónsson frá Ingveldarstöðum á
Reykjaströnd og Sigurlaug Guðmundsdóttir Kristjánssonar
Sveinssonar frá Utanverðarnesi. Kom til Canada 1876.
28. Gunnlaugur Jóhannesson Freeman, á sjúkrahúsi í Winnipeg,
Man., níræður að aldri. Kom til Canada 1888, lengi búsettur
í Selkirk, Man.
28. Magnús Paul Olson, bóndi við Camp Morton, Man., á John-
son Memorial sjúkrahúsinu að Gimli, Man., sextugur að aldri,
sonur Péturs Eyjólfssonar og Sigurbjargar Olson, er snemma
á árum komu frá N. Dakota og settust að í grennd við Camp
Morton.
30. Kristjana Steinunn Stefánsson, á Johnson Memorial sjúkrahús-
inu að Gimli, Man. Fædd á Húsavík 13. okt. 1872 og fluttist
til Canada 1889. Búsett framan af árum í Lundarbyggð í
Manitoba, en síðan 1930 að Gimli. Systir séra Alberts E.
Kristjánssonar og þeirra systkina.
1 ágúst—Sigríður Erlendsson, ekkja F. Erlendson, að Wapah, Man.
Nærrj 83 ára að aldri, ættuð frá Krónustöðum í Saurbæjar-
hreppi í Eyjafirði, dóttir þeirra Gunnlaugs Þorleifssonar og
Margrétar Guðmundsdóttur. Búsett í Wapah síðan 1908.
SEPTEMBER 1952
3. Jónas Stefánsson skáld, á Almenna sjúkrahúsinu í Vancouver,
B.C. Fæddur að Kaldbak í Suður-Þingeyjarsýslu 31. marz
1879. Foreldrar: Stefán Guðmundsson og Jónína Jónasdóttir.
Fluttist vestur um haf til Canada 1913 og var um langt skeið
búsettur í Mikley, Man., en hin: síðari ár á Vesturströndinni.
Auk skáldskaparins, kunnur fyrir ritstörf sín í óbundnu máli.
5. Sveinn Ólafsson, að heimili sinu í Foam Lake, Sask. Fæddur
á Hóli í Höfðahverfi 17. ágúst 1869. Foreldrar: Ólafur Jóns-
son og Guðrún stefánsdóttir Ijósmóðir, er bjuggu lengst af á
Blómsturvöllum í Kræklingahlíð í Eyjafirði. Bjó í grennd við
Leslie, Sask., árin 1906-1948.
14. Baldur H. Olson læknir, á Deer Lodge hermannasjúkrahúsinu
í Winnipeg, Man. Fæddur þar í borg 2. apríl 1888. Foreldrar:
Haraldur Olson heilbrigðisfulltrúi og Hansína Olson. Útskrif-
aðist af Wesley College 1911, en í læknisfræði af Manitoba-
háskóla 1915.
15. Björg Jóhanna Björnson, á sjúkrahæli í St. Boniface, Man.,
26 ára að aldri, dóttir Jakoþs Björnsson bónda við Árborg,
Manitoba.
17. Þorsteinn Johnson, fiskimaður að Winnipegosis, Man., á sjú-
krahúsi í Dauphin, Man., 76 ára gamall. Fæddur á Gilsbakka
á H\'ítársíðu, en kom til Vesturheims aldamótaárið.
17. Skapti Halldórsson, fiskimaður frá Sandy Hook, Man., á
Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg, Man., 56 ára að aldri. Fædd-
ur að Mountain, N. D., en fluttist til Manitoba fyrir 40 árum.