Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 102
102 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
22. Elin Einarsson, ekkja Guðjóns Einarssonar frá Árnanesi í
Hornafirði (. 1946), að heimili sínu í Framnesbyggð í Nýja-
íslandi. Fædd að Reykjavöllum í Skagafjarðarsýslu 29. maí
1885. Foreldrar: Andrés Bjömsson og Guðrún Jóhannesdóttir.
Kom vestur um haf með foreldrum sínum 1888.
26. Guðmundur Pétursson, að elliheimilinu “Betel” á Gimli,
Man. Fæddur að Hólmakoti í Hraunahreppi í Mýrasýslu 31.
ágúst 1877. Foreldrar: Pétur Guðmundsson og fyrri kona
hans Sigurlaug Sigurðardóttir, systir Sigurðar Sigurðssonar
menntaskólakennara í Reykjavík. Kom vestur um haf 1902 og
hafði jafnan átt heima í Geysisbyggð í Nýja-íslandi.
26. Sigurbjörn Oscar Jónasson, á Almenna sjúkrahúsinu í Winni-
peg, Man., 56 ára gamall. Fæddur að Engimýri við Islendinga-
flót. Foreldrar: landnámshjónin Tomas A. Jónasson og Guðrún
Jóhannesdóttir, bæði eyfirzk; fluttust til Vesturheims 1876.
29. Marsibil Hjörleifsson, kona Björns Hjörleifsson, frá Hainey,
B.C., á sjúkrahúsi í New Westminster, B.C. Fædd að Árnesi,
Man., 30. des. 1902, dóttir Þorfinns Ilelgasonar og Marsibil
Jónatansdóttur frá Brú við Nes pósthús í Manitoba.
í sept.—Ellis Stoneson, í San Francisco, Calif. Fæddur í Victoria,
B.C. 15. júlí 1893. Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Ingi-
björg Einarsdóttir úr Stafholtstungum í Borgarfirði syðra.
Athafna- og fjáraflamaður mikill.
OKTÓBER 1952
6. Sigurður Pétursson (Péturss), frá Cypress River, í Winnipeg,
Man., 79 ára gamall. Foreldrar: Pétur Pétursson og Anna
Sigríður Thorarensen í Reykjavík. Fluttist vestur um haf til
Canada 1897. Um langt skeið búsettur í Cypress River, stund-
aði verzlunarstörf og var meðal annars ritari bæjarráðs. Al-
bróðir dr. Helga Péturss rithöfundar og þeirra systkina.
6. Sigrún Thorsteinsson, fyrrum að Weyburn, Sask., á elliheimii-
inu “Betel” að Gimli, Man., 94 ára að aldri.
7. John Sigurdson, fyrrv. oddviti Eriksdale sveitar, á Deer Lodge
sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fæddur að Svignaskarði í Borgar-
firði 30. júlí 1892. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson frá Rauða-
mel og Ragnheiður Þórðardóttir. Kom vestur um haf með
foreldrum sínum 1901. Um mörg undanfarin ár búsettur við
Eriksdale. Forystumaður í sveitarmálum.
9. Hannes Guðjónsson, að heimili sínu í Wynyard, Sask. Fæddur
1870 á Granastöðum í Köldukinn. Foreldrar: Guðjón Halld-
órsson og Sigurveig Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf til N.
Dakota 1887, nam land í grennd við Wynyard 1906 og hafði
búið bar síðan.
12. Elín Hjaltalín, kona Hjartar Hjaltalín að Mountain, N. Dak.,
á sjúkrahúsi í Bellingham, Wash. Fædd á Akureyri 13. júlí
1871. Foreldrar: Sigurður Runólfsson og Kristín Jónsdóttir.