Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Qupperneq 20

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Qupperneq 20
20 Ef þínar dyr þau drepa á, í drottins nafni ljúktu’ upp þá, og hugsa: „Er það höndin þín, ó, herra! er leiðir þau til mín?“ Og rótt þeim hönd og koss á kinn, með kærleiksorði leið þau inn. Ljúk upp og bjóð þú öllum inn, sem eru snauðir, vinur minn! Að engum gleymir guð i neyð, þú getur sýnt í verki um leið, og öllum snauðum hollust hlíf er hann, sem gaf þeim eilíft líf. Jón sat og var sem þrumulostinn. Það hafði enn verið barið að dyrum hjá honum, en það var á dyr hjarta hans, sem nú var drepið. Þjónninn kom nú inn og minti hann á, að nú væri tími til kominn að ganga til miðdags- verðar. Jón spratt upp, klæddi sig í snatri og fór. En það skínandi Ijóshaf, sem geislaði á móti hon- um hjá þeim, sem hafði boðið honum; honum varð of bjart fyrir augum! Gestirnir voru svo alúðlegh' og vingjarnlegir og svo smekklega búið veizluborðið, sem á varð kosið, og samræðurnar hinar skemti- legustu. En Jón var nú ekki sami maður og hann átti að sór að vera, kurteis og fálátur, er aidrei sagði einu orði of mikið. Nú var hann einkar ræðinn og ekki annað að sjá, en að hann tæki grant eftir öllum þeim löngu tölum, sem granni

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.