Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Side 24

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Side 24
24 III. „Horfið, horfið alt nú er, sem eitt sinn yar mér kærast hér“. Pað var eina bótin að fátt var á götunni, ann- ars hefði margur orðið hissa og forviða, ef hann hefði séð Jón ríka aka um göturnar í fína vagnin- um sínum suður fyrir kirkjugaið. Það var hjarn og bezta akfæri svo að hann gat ekið í sprettinum suður melana alveg að túngörðunum. Litla stúlk- an tók svo í höndina á honum og leiddi hann að fátæklegu húsi. „Við búum hjerna uppi á loftinu", sagði hún. En stiginn var svo þröngur og brattur að Jón varð að fara úr vetrarfrakkanum sínum þykka, áður en hann treystist til að komast upp. Það var lágt undir þakið, og hann hefði rekið sig greinilega á, ef hann hefði ekki verið með ijósker. Litla stúlkan lauk upp hurð út við súðina, sem lítið bar af venjulegri fjárhúshurð. En sú eymd og örbirgð, sem þar blasti við augum! Sú sjón, sem hann sá, var átakanlegri en svo, að hann og margir aðrir ríkir menn hefðu getað gert sér slíkt í hugarlund. Það var iítið þakherbergi, autt og fult af sagga, alt ómálað, og svo lágt undir loft, að Jón varð að standa hálfboginn. Ekki nema þrjú húsgögn í öllu herberginu: rúm, ofurlítil eldavél og fornfáleg kista. Borðrimill var spelkaður við gaflinn og á honum stóðu tveir diskar og fáeinar krukkur. Enginn

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.